5.800kr.
Það er kunnuglegt andlit á forsíðu Sögu: Adolf Hitler, leiðtogi Þriðja ríkisins, að springa í loft upp. Myndin er fengin úr hinni hápólitísku myndasögu Nínu Tryggvadóttur og Steins Steinarr frá 1943, Tindátunum, en um hana skrifar Jón Karl Helgason veglega forsíðumyndargrein.
Þrjár ritrýndar greinar eru í heftinu:
Sveinn Máni Jóhannesson fjallar í sinni grein um mótun peningastefnu og stofnun seðlabanka á Íslandi á þriðja áratug tuttugustu aldar og setur umræður ráðherra, þingmanna og framámanna í fjármálalífinu í tengslum við lagasetningu þar um í samhengi við þróun lýðræðis á tímabilinu.
Gunnar Tómas Kristófersson hefur verið ötull við rannsóknir á íslenskri kvikmyndasögu undanfarin ár og meðal annars birt niðurstöður sínar í Sögu. Hann skrifar nú grein sem hann kallar „Ný bylgja og gömul sólarlagsrómantík“ en þar fjallar hann um fyrstu kynslóðaskiptin sem áttu sér stað í íslenskri kvikmyndagerð á sjöunda ára tug síðustu aldar og tengsl hinnar nýju kynslóðar við nýbylgjustrauma í erlendri kvikmyndagerð. Höfundurinn skoðar sérstaklega þátt Ósvalds Knudsen í þessu samhengi, sem kvikmyndagerðarmanns sem stóð á mörk um tveggja tíma.
Rakel Adolphsdóttir skrifar grein um þátttöku kvenna í starfi Kommúnistaflokks Íslands og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins og notast þar ekki síst við merkilegt skjalasafn Kvenfélags sósíalista. Í greininni er rýnt í það hvernig konur mótuðu sér rými til þátttöku í róttækum stjórnmálum á fyrri hluta tuttugustu aldar, í samfélagi þar sem þær höfðu takmarkað pólitískt vald. Skoðaðar eru áherslur þeirra og að ferðir og hvernig þær beittu samtakamætti sínum bæði út á við og innan flokkanna.
Álitamál Sögu eru helguð þverfræðilegum rannsóknum og aðferðafræði legum nýjungum, sem og þeim þekkingarfræðilegu álitamálum sem hljótast af slíkri tilraunastarfsemi. Sagnfræðingurinn Anna Heiða Baldursdóttir segir þar frá aðferðum sínum við notkun gagnagrunna við greiningu á efnis menningu nítjándu aldar á meðan Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fötlunarfræðingur skrifar vangaveltur um samþættingu einsögu og fötlunarfræði í rannsóknum sínum og þá nýju sýn á söguna sem slík samtvinnun skapar. Loks skrifar Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur ádrepu um stöðu fræðimannsins í texta hans í ljósi tilrauna hennar með frásagnarform við miðlun sögulegrar þekkingar í nýútkominni bók hennar, Dauðadómurinn.
Í þættinum „Skemmtilegt skjal“ dregur Þórunn Kjartansdóttir fram gögn úr litlu en áhugaverðu einkaskjalasafni Jónu Ólafar Jónsdóttur, sem varðveitt er á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Í safninu liggja bréf sem vitna um náin tengsl Jónu við erlenda hermenn á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og sýna hvernig ýmislegt getur leynst undir yfirborðinu, þótt æviágrip eða skjalasafn láti lítið yfir sér í fyrstu.
Í heftinu birtist stutt leiðrétting frá Guðmundi Jónssyni varðandi grein hans, „Hve margir dóu?“ í hausthefti Sögu 2023.
Þá eru í heftinu fjórtán ritdómar um nýleg verk á sviði Íslandssögu og ársskýrsla stjórnar Sögufélags fyrir árið 2024.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.