Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2023
ISBN
0256-8411
Blaðsíðufjöldi
270
Ritstjóri
Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Saga: Tímarit Sögufélags 2023 LXI :II

4.500kr.

Myndin á forsíðunni er frá óeirðunum á Austurvelli 30. mars 1949. Kolbeinn Rastrick skrifar um viðtökur kvikmynda sem teknar voru af óeirðunum þegar alþingi samþykkti inngöngu Íslands í NATO.
Álitamálaþáttur Sögu snýst að þessu sinni um stöðu og framtíð íslenskra héraðsskjalasafna sem hefur verið talsvert í umræðunni. Már Jónsson, Sólborg Una Pálsdóttir, Helga Jóna Eiríksdóttir og Arnþór Gunnarssonar skrifa um álitamál Sögu.
Fimm ritrýndar greinar prýða Sögu og er ein þeirra þýdd yfir á íslensku: Guðmundur Jónsson skrifar um hungursneyðir átjándu og nítjándu aldar og mannfall í þeim. Haukur Ingvarsson fjallar um opinbera gagnrýni þriggja vinstrisinnaðra menntamanna á Sovétríkin og setur í alþjóðlegt samhengi kalda menningarstríðsins. Laufey Axelsdóttir og Þorgerður J. Einarsdóttir fjalla um athafna- og frumkvöðlastarfsemi íslenskra kvenna með hliðsjón af tveimur athafnakonum á sviði textíls. Skafti Ingimarsson skrifar um Samalas-eldgosið 1257 og fall íslenska goðaveldisins 1262 og grein Alan Mikhail fjallar um áhrif Skaftárelda á Tyrkland Ottómanveldisins.
Í grein Helgu Vollertsen er sjónum beint að mikilvægi óáþreifanlegs menningararfs og hlutverki Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands í að safna þekkingu um þennan arf og varðveita hann.
Doktorsvörn Önnu Heiðu Baldursdóttur í sagnfræði fór fram við Háskóla Íslands í febrúar 2023 og andmæli við vörn hennar birtast í þessu hefti.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.