Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2023
ISBN
0256-8411
Blaðsíðufjöldi
274
Ritstjóri
Vilhelm Vilhelmsson, Kristín Svava Tómasdóttir
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Saga: Tímarit Sögufélags 2023 LXI :I

4.500kr.

Myndin á forsíðunni er frá 1962, fengin úr auglýsingu fyrir eina af fyrstu getnaðarvarnarpillunum sem komu á markaðinn hér á landi. Ása Ester Sigurðardóttir skrifar um myndina.

Álitamálaþáttur Sögu snýst að þessu sinni um siðferðileg álitamál í sagnfræði og sagnfræðirannsóknum og byggist á erindum sem Henry Alexander Henrysson, Kristín Svava Tómasdóttir og Sólveig Ólafsdóttir héldu á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands í nóvember 2022. Jafnframt er birtur pistill sem byggir á erindi Jóns Ólafssonar á málþingi Hagþenkis og Rithöfundasambands Íslands um höfundarrétt og siðferði í október 2022. Þar beinir Jón sjónum að ritstuldi og því hvernig sagnfræðingar nýta sér verk annarra.

Þrjár greinar prýða Sögu: Rósa Magnúsdóttir skrifar um íslenska poppara í austurvegi, Ása Ester Sigurðardóttir fjallar um frelsi, fagnaðarefni og hættuspil í kjölfar komu getnaðarvarnarpillunar til Íslands upp úr 1960 og Unnur Birna Karlsdóttir skrifar um sambúð manna og dýra í upphafi dýraverndunarumræðu á Íslandi 1880–1916.

Sigríður Matthíasdóttir ritar minningargrein um fræðastörf og feril Sigríðar Th. Erlendsdóttur sem lést í september 2022 en hún var heiðursfélagi í Sögufélagi, fyrst kvenna til að hljóta þann sess.

Tvær viðhorfsgreinar eru í heftinu. Helgi Skúli Kjartansson skrifar hugleiðingu um heimildaleit og heimildarýni með aukinni netvæðingu efnis og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttur og Lilja Hjartardóttir skrifa um fræðasamfélagið utan háskólanna, stöðu sjálfstætt starfandi fræðimanna og verra aðgengi þeirra að opinberu styrkfé.

Njörður Sigurðsson skrifar um skjöl þýska ræðismannsins á Íslandi, skjalaskil og heimildir um íslenska og þýska sögu í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar.

Doktorsvörn Dalrúnar K. Eygerðardóttur í sagnfræði fór fram við Háskóla Íslands um mitt ár 2022 og andmæli við vörn hennar birtast í þessu hefti.

Í heftinu birtast 13 ritdómar um nýlegar bækur um söguleg efni.

Í lokin er ársskýrsla Sögufélags frá aðalfundi í febrúar 2023 en við það tækifæri voru útnefndir tveir nýir heiðursfélagar, þeir Helgi Skúli Kjartansson og Helgi Þorláksson.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.