Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2021
ISBN
0256-8411
Blaðsíðufjöldi
240
Ritstjóri
Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Saga: Tímarit Sögufélags 2021 LIX:2

4.400kr.

Í hausthefti Sögu eru tvær ritrýndar greinar. Kristín Ingvarsdóttir skrifar um það sem hún kallar japanska tímabilið í hvalveiðum Íslendinga frá 1971–1990, þegar sala, vinnsla og viðskipti Íslendinga með hvalkjöt miðuðust í vaxandi mæli við Japan. Kristín skoðar sameiginlega hagsmuni hvalveiðiþjóðanna tveggja en einnig hvað greinir þær að. Hrafnkell Lárusson skrifar um einkenni, áhrif og hnignun þess sem hann kallar íslenska dyggðasamfélagið og það hvernig viðurkenndar dyggðir, trúarhugmyndir og siðferðisviðmið voru að taka breytingum á Íslandi um aldamótin 1900. Gunnar Tómas Kristófersson skrifar grein um kápumynd Sögu sem fengin er úr danskennslumyndinni Flat-Charlestone eftir Ruth Hanson, fyrstu kvikmynd sem gerð var af konu á Íslandi, en Sigurður Gylfi Magnússon bregst við grein Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur, „Landnám kynjasögunnar á Íslandi“, sem birtist í hausthefti Sögu 2020. Fjórir höfundar leggja pistla til álitamála heftisins, sem bera yfirskriftina „Minnismerki og söguskoðun“. Njörður Sigurðsson skrifar um Biblíubréfið svokallaða, verðmætt skjal frá 1874 með 23 þjónustufrímerkjum frá Íslandi sem hefur gengið kaupum og sölum undanfarna áratugi fyrir háar fjárhæðir, og Halldóra Kristinsdóttir skrifar um dagbækur Hannesar Thorsteinssonar, sem varðveittar eru á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni. Loks er að finna í heftinu eina ritfregn og tíu ritdóma, þar af ítardóm Þorsteins Helgasonar um þrjár bækur sem varða sögu Tyrkjaránsins.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.