Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2021
ISBN
0256-8411
Blaðsíðufjöldi
279
Ritstjóri
Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Saga: Tímarit Sögufélags 2022 LX:1

4.500kr.

 

 

Forsíða Sögu prýðir púði eftir Karólínu Guðmundsdóttur vefara. Gerður Róbertsdóttir skrifar um Karólínu og verk hennar og byggir á rannsókn sem fram fór á Borgar sögusafni Reykjavíkur í aðdraganda sýningar um Karólínu sem stendur yfir á Árbæjarsafni. Í álitamálum voru að þessu sinni fræðimenn beðnir að mæla með bókum sem komið hafa út á síðasta áratug. Tvær ritrýndar greinar birtast í heftinu. Erla Hulda Halldórsdóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir skrifa um atkvæðagreiðslur í heimahúsum í þingkosningunum 1923 og lýðveldiskosningunum 1944 og þau viðhorf til kvenkjósenda og nýfenginna réttinda þeirra sem birtast í fyrirkomulaginu og umræðum um það. Karen Oslund fjallar í sinni grein um Ferðabók Árna Magnússonar frá Geitastekk og setur hana í samhengi við fræðilegar áherslur sem tvinna saman heimssögulega greiningu og einsögulega aðferð á nýstárlegan máta. Viðhorfsgreinar heftisins eru þrjár. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir svara hvor um sig grein Sigurðar Gylfa Magnússonar um kvenna- og kynjasögu úr síðasta hefti. Bergsveinn Birgisson skrifar um mál sem hefur vakið töluverða athygli og snýst um það hvort Ásgeir Jónsson hafi sótt til skrifa Bergsveins án tilhlýðilegra heimildatilvísana í bók sinni, Eyjan hans Ingólfs, sem kom út á síðasta ári. Stefán Bogi Sveinsson skrifar grein fyrir þáttinn Í skjalaskápnum um spennandi skjalafund á Seyðisfirði, þar sem löngu týnd eintök af handskrifuðu austfirsku kvennatímariti frá aldamótunum 1900 komu í leitirnar. Loks eru í heftinu 15 ritdómar, ein ritfregn og ársskýrsla stjórnar Sögufélags.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.