7.400kr.
Nýtt Helgakver kom út í febrúar 2019 í tilefni sjötugsafmælis Helga Skúla Kjartanssonar. Ritið hefur að geyma 20 greinar um sögu og bókmenntir miðalda, samfélag og náttúru, skáld og lærdómsmenn og menntun og stjórnmál. Höfundar eru flestir fylgdarmenn Helga Skúla í fræðasamfélaginu, auk þess sem forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ritar ávarp til afmælisbarnsins. Ritstjórn var skipuð Guðmundi Jónssyni, Gunnari Karlssyni, Ólöfu Garðarsdóttur og Þórði Helgasyni.
Formáli
Tabula gratulatoria
Kveðja frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands
Túlkanir í miðaldasögu
Sverrir Jakobsson, „1277: Um sjónarhorn í veraldlegri sagnaritun á 13. öld.“
Orri Vésteinsson, „Ofbeldi sem pólitísk aðferð í íslensku miðaldasamfélagi.“
Helgi Þorláksson, „Guðmundur góði og klaustrið í Saurbæ. Kirkjuvaldsstefnan, ágústínar og málefni fátækra.“
Rýnt í bókmenntir miðalda
Baldur Hafstað, „Rabbað við Helga Skúla um gamla dótið.“
Heimir Pálsson, „Skáldskaparguð í Skáldskaparmálum.“
Gunnar Karlsson, „Fjórði draumur Guðrúnar.“
Vésteinn Ólason, „Óglögg mörk – stiklur um dilkadrátt fornra kvæða.“
Kolbrún Haraldsdóttir, „Hálfdanar þáttr svarta ok Haralds hárfagra og Fagrskinna.“
Um skáld og lærdómsmenn nýaldar
Þórunn Sigurðardóttir og Þorsteinn Helgason, „Hvaða sögum fór af eyðingu Magdeborgar í Skagafirði?“
Margrét Eggertsdóttir, „Hallgríms ljóð í höndum Svía.“
Þórður Helgason, „Alþýðuskáld.“
Maður, náttúra og samfélag
Árni Daníel Júlíusson, „Vannýtt hálendi? Um nýtingu miðhálendisins til beitar á 15.-18. öld.“
Már Jónsson, „Sorgarviðbrögð Sæmundar Hólm.“
Guðmundur Jónsson, „Síðasta hungursneyðin á Íslandi. Manndauði í harðindunum 1859-1862.“
Mál og menntun
Ólöf Garðarsdóttir, „Kennslukonur í Barnaskóla Reykjavíkur í upphafi 20. aldar.“
Kristín Indriðadóttir, „Konur í kennarafélagi.“
Baldur Sigurðsson, „Áhrif ritvers á hugmyndir stúdenta um fræðileg skrif.“
Kristján Árnason, „Endalok íslenskrar tungu. Sóttardauði, eða fall með sæmd?“
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.