Höfundur
Skafti Ingimarsson
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2024
ISBN
978-9935-466-39-6
Blaðsíðufjöldi
424
Ritstjóri
Rósa Magnúsdóttir
Myndaritstjóri
Inga Lára Baldvinsdóttir
Tegund
Unavailable

Nú blakta rauðir fánar. Saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968

Skafti Ingimarsson

Original price was: 8.900kr..Current price is: 6.990kr..

Nú blakta rauðir fánar fjallar um upphaf og þróun kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi á tímabilinu 1918–1968. Saga hreyfingarinnar er skoðuð í ljósi íslenskrar þjóðfélagsþróunar og alþjóðlegra hugmyndastrauma. Kannað er úr hvaða jarðvegi hreyfingin var sprottin, skoðað hverjir studdu hana og hvers vegna og sýnt hvernig fámennum hópi íslenskra kommúnista tókst að gera flokk sinn að fjöldahreyfingu, ólíkt því sem gerðist í flestum nágrannalöndum. Valdabaráttan innan Kommúnistaflokks Íslands (1930–1938) og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins (1938–1968) er skoðuð og starfsemi flokksdeilda og sósíalistafélaga víðs vegar um landið könnuð, með hliðsjón af viðvarandi togstreytu milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar, sem fram kom í starfi hreyfingarinnar.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.