8.900kr. Original price was: 8.900kr..6.990kr.Current price is: 6.990kr..
Nú blakta rauðir fánar fjallar um upphaf og þróun kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi á tímabilinu 1918–1968. Saga hreyfingarinnar er skoðuð í ljósi íslenskrar þjóðfélagsþróunar og alþjóðlegra hugmyndastrauma. Kannað er úr hvaða jarðvegi hreyfingin var sprottin, skoðað hverjir studdu hana og hvers vegna og sýnt hvernig fámennum hópi íslenskra kommúnista tókst að gera flokk sinn að fjöldahreyfingu, ólíkt því sem gerðist í flestum nágrannalöndum. Valdabaráttan innan Kommúnistaflokks Íslands (1930–1938) og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins (1938–1968) er skoðuð og starfsemi flokksdeilda og sósíalistafélaga víðs vegar um landið könnuð, með hliðsjón af viðvarandi togstreytu milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar, sem fram kom í starfi hreyfingarinnar.
Formáli
Inngangur
Sagnaritun kommúnismans á Íslandi
Söguskýringar um kommúnistahreyfinguna
Aðferð, efnistök og heimildir
Heimsbyltingin nemur land
Upphaf nýrra tíma
Deilurnar við Ólaf Friðriksson og jafnaðarmenn
Rauði bærinn á Norðurlandi
Stofnun Kommúnistaflokksins
Réttlínutímabilið
Samfylkingarstefnan og stofnun Sósíalistaflokksins
Heimsvaldastríð
Baráttuflokkur verkalýðsins
Skipulag og starfshættir
Baráttudagur verkalýðsins
Verkalýðsbarátta kreppuáranna
Tengslin við Komintern
Hlutverk menntamanna í flokksstarfinu
Alþjóðasamhjálp verkalýðsins
Sovétvinafélag Íslands
Félag byltingarsinnaðra rithöfunda
Staða kvenna í flokknum
Flokkshollusta og agi
Smáflokkur verður fjöldahreyfing
Flokksstarfið á landsvísu
Reykjavík
Hafnarfjörður
Ísafjörður
Siglufjörður
Akureyri
Neskaupstaður
Vestmannaeyjar
Þéttbýli og dreifbýli
Fylgi í alþingiskosningum
Samanburður við Norðurlönd
Kaldastríðsár
Nýsköpun og þjóðfrelsi
Austurviðskiptin
Afstaðan til Sovétríkjanna
Óvinir ríkisins
Valdabaráttan í verkalýðshreyfingunni
Æskulýðsfylkingin
Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
Samtök hernámsandstæðinga
Uppgjörið við Sovétríkin
Þá rauður loginn brann
Viðauki
Félagatöl Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins
Fæðingarár og inngönguár
Fæðingarstaður
Fæðingarsýslur og bæir
Fæðingarstaðir og -sýslur eftir flokksdeildum og félögum
Kynferði
Hjúskaparstaða
Félagar með börn á framfæri
Trúfélagaskráning
Atvinnuskipting
English Summary
Tilvísanir
Heimildaskrá
Myndaskrá
Skrá yfir myndrit og töflur
Nafnaskrá
Skafti Ingimarsson er nýdoktor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans beinast að stjórnmála- og félagssögu 20. aldar og umhverfissögu. Skafti lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands (2004), prófi í uppeldis- og kennslufræði við Háskólann á Akureyri (2004), M.Litt-prófi í sagnfræði við University of St Andrews í Skotlandi (2007) og Ph.D-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands (2018). Skafti hefur verið stundakennari við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands og við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hann hefur einnig verið gestafræðimaður við Kaupmannahafnarháskóla og Oslóarháskóla.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.