8.990kr. Original price was: 8.990kr..6.990kr.Current price is: 6.990kr..
Bókin segir sextíu ára sögu Myndlista- og handíðaskóla Íslands, allt frá því að hann hóf að starfa í fjórum geymsluherbergjum í kjallara við Hverfisgötu árið 1939 undir nafninu Handíðaskólinn og þar til hann var lagður niður samhliða stofnun Listaháskóla Íslands árið 1999.
Þegar Lúðvíg Guðmundsson stofnaði Handíðaskólann var hugsjón hans að auka verklegt nám í barnaskólum fyrir bæði pilta og stúlkur og varðveita þannig og miðla verkkunnáttu sem hann taldi að væri á undanhaldi.
Smám saman varð hlutverk skólans fjölbreyttara og lengi vel má segja að hann hafi verið margir skólar í einum. Þar hlutu kennarar menntun í handíðum og myndlist og þar sótti fjöldi barna og fullorðinna námskeið í öllu frá bókbandi og leðurvinnu til ljósmyndunar og auglýsingateiknunar. Á tímabili menntaði hann verðandi bændur og veitti fötluðum unglingum kennslu í verklegum greinum.
Síðast en ekki síst varð hann fyrsti myndlistaskóli landsins til að starfrækja dagdeild. Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar lærðu og kenndu við skólann og þegar á leið var hann í framvarðasveit skapandi lista í landinu.
Aðfaraorð og þakkir
INNGANGUR:
Aldarfar og aðdragandi að stofnun Handíðaskólans
Skólamál og uppbygging nútímasamfélags
Handíðir og listiðnaður í skólakerfinu
Myndlistarnám á fyrri hluta 20. aldar
Handverksnám í unglingaskólum
Skólamaðurinn Lúðvíg Guðmundsson
Þegnlegt uppeldi æskunnar
Hugað að handíðum
FYRSTI HLUTI:
Frumherjarnir, 1939–1968
1.1. Undirbúningur og fyrstu starfsár 1939–1942
Kurt Zier ráðinn
Ýtt úr vör
Leikbrúðuvetur
Nýtt húsnæði og nýjar deildir
Tengsl myndlistar og handíða
1.2. Tímabil kennaradeilda 1942–1951
Smíðakennaranám og bændadeild
Kennaradeild í handavinnu kvenna
Myndlistardeild og teiknikennaradeild
Arftakar Zier
Umskipti og erfiðleikar
1.3. Myndlistaskóli – listiðnaðarskóli 1951–1968
Myndlist og listiðn h.f.
Leitað á ný mið
Listiðnaðardeildir Handíða- og myndlistaskólans
Íslensk listiðn og útrás norræns listiðnaðar
Frumkvöðull stígur til hliðar
„Þar sem hið hagnýta og hið fagurfræðilega fellur saman“
Listmenntun og listrýni
Ný lög og nýtt nafn
Lúðvíg Guðmundsson fellur frá
Tímabili frumherjanna lýkur
ANNAR HLUTI:
Myndlistaskóli í mótun, 1968–1982
2.1. Agi og órói
Nýjar deildir
Akademía
Sýningar og sjónvarp
Umræða um myndlistarkennslu
Skólastjóraskipti
Brotnir veggir
2.2. „Nútíminn bankaði bara á hurðina“
Deild í mótun
„Geggjaðasta listgreinin“
Femínísk áhrif og uppgangur textíllistar
Erlendir gestakennarar
Lagafrumvarp um Myndlista- og handíðaskólann
Skemmtanir
2.3. Átök um nýbreytni í myndlistarkennslu
Stytting fornáms
40 ára starfsafmæli skólans
Hljóðlistin og Hermann Nitsch
„Annað hvort fer deildin eða ég“
ÞRIÐJI HLUTI:
Leiðin til listaháskóla, 1982–1999
3.1. Sérskóli á háskólastigi
Hugmyndir um Myndlistaháskóla Íslands
Hugmyndir um sameinaðan listaháskóla
Húsnæðismálin eilífu
Ferðalög
3.2. Skipulag skólans
Myndlistardeild
Málunarskor
Fjöltækniskor
Grafíkskor
Myndmótunarskor
Listiðnadeild
Keramik
Grafísk hönnun
Textílskor
Kennaramenntun á fallanda fæti
Námskeið fyrir almenning og starfandi listafólk
3.3. Iðnhönnun og fjölþjóðlegt samstarf
Alþjóðleg nemendaskipti
Meistaranám í grafík
Þátttaka í alþjóðlegum hönnunarverkefnum
Íslensk hönnun vekur athygli
3.4. Endalok MHÍ og stofnun Listaháskóla Íslands
Nemendasýn og nemendagallerí
Síðasta starfsárið
Listaháskóli Íslands hefur starfsemi
Lokaorð:
Sex áratuga saga sjónmennta og handíða
Summary:
Icelandic College of Arts and Crafts 1939–1999
Tilvísanir
Heimildir
Ljósmyndir
Mannanöfn
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.