Höfundur
Heinz Heger
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2022
ISBN
9789935466341
Blaðsíðufjöldi
176
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Kilja

Mennirnir með bleika þríhyrninginn

Heinz Heger

Original price was: 4.100kr..Current price is: 2.050kr..

Félagaverð 3417 kr.

Dag einn í mars 1939 barði leynilögregla nasista, Gestapo, að dyrum á heimili ungs manns í Vínarborg. Hann var handtekinn, ákærður fyrir „alvarlegan saurlifnað“ og dæmdur til þrælkunar, einn af þúsundum samkynhneigðra karla sem báru bleika þríhyrninginn í fangabúðum nasista. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar
síðari vorið 1945. Í tvo áratugi safnaði hann kjarki til að sigrast á sársaukanum og segja sögu sína – og það tókst honum að lokum.

Sárafáir vitnisburðir hafa varðveist um líf samkynhneigðra í fangabúðum nasista og sagan um mennina með bleika þríhyrninginn er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Bókin kom fyrst út árið 1972
og hafði ómæld áhrif víða um lönd – á þeim árum þegar samkynhneigt fólk var að leita fortíðar sem hafði verið máð út úr mannkynssögunni.

Saga mannanna með bleika þríhyrninginn er áhrifamikil frásögn af mannlegri grimmd og niðurlægingu. En hún er líka saga um mannlegt þrek og þolgæði, skráð af brennandi þörf til að miðla reynslu sem heimurinn vildi lengi ekkert af vita.

Guðjón Ragnar Jónasson þýddi.
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ritar ítarlegan eftirmála.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.