Höfundur
Hrafnkell Lárusson
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2024
ISBN
978-9935-466-38-9
Blaðsíðufjöldi
400
Ritstjóri
Magnús Lyngdal Magnússon
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Lýðræði í mótun

Hrafnkell Lárusson

Original price was: 8.900kr..Current price is: 6.990kr..

Lýðræði í mótun leitast við að skýra hvernig vöxtur félagastarfs og almennari þátttaka í því hafði áhrif á lýðræðisþróun á Íslandi á árabilinu 1874–1915. Áhersla er lögð á virkni og þátttöku almennings í starfi félaga og félagshreyfinga sem studdu með beinum eða óbeinum hætti við eflingu og þróun lýðræðis. Við greiningu er reynt að varpa ljósi á afstöðu almennings gagnvart lýðræðisstofnunum og kjörnum fulltrúum en einnig er tekið tillit til annarra áhrifaþátta, s.s. þróunar menntunar á tímabilinu, búsetu- og atvinnubreytinga og valdaafstæðna í nærsamfélögum.

Í bókinni er sýnt fram á afgerandi þátt félagastarfs við að breyta samfélagsgerð og menningu. Að þróa íslenskt samfélag frá sveitasamfélagi 19. aldar til nútímasamfélags 20. aldar. Við sögu koma bæði þekktir og lítt þekktir einstaklingar. Almenningur var ekki einungis viðfang ráðandi afla heldur þátttakandi í að skapa áherslur og innleiða ný umfjöllunarefni í stjórnmálum. Bókin byggir á yfirgripsmikilli heimildavinnu, einkum á skjölum og útgefnum heimildum frá rannsóknartímanum, og leiðir því fram margt sem ekki hefur áður birst nútímalesendum.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.