Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag, Þjóðskjalasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Ríkisskjalasafn Danmerkur
Útgáfuár
2019
ISBN
9789979876304
Blaðsíðufjöldi
780
Ritstjóri
Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Innbundin harðaspjaldabók

Landsnefndin fyrri / Den islandske Landkommission 1770-1771 IV

8.900kr.

„Þá þyrfti hann að búa einhvers staðar í miðju amti, annaðhvort á Langanesi eða Vopnafirði. En æ! Þvílíkt óhentugur staður fyrir amtmann.“ Þannig komst Sveinn Sölvason lögmaður að orði um búsetu amtmanns í norður- og austuramti í greinargerð um skiptingu Íslands í tvö ömt árið 1771. Í bókinni eru birt bréf frá átta æðstu embættismönnum landsins. Hún er fjórða af sex bókum þar sem öll frumskjöl Landsnefndarinnar fyrri verða birt.

Heildarútgáfa á skjölum Landsnefndarinnar fyrri verður birt í sex bindum á árunum 2016–2021. Frumbréfin eru bæði á íslensku og dönsku eins og þau voru þegar þau voru send Landsnefndinni á sínum tíma. Flest íslensku bréfin voru þýdd á sínum tíma til notkunar fyrir nefndina af ritara hennar Eyjólfi Jónssyni. Íslensku bréfin sem bárust henni skömmu fyrir brottför af landinu voru þó aldrei þýdd, og er bætt úr því hér í tengslum við útgáfuna. Bókunum fylgja fræðilegar greinar, ítarlegar skýringar, nafna- og efnisorðaskrár. Allar greinar og skýringarefni er bæði á íslensku og dönsku.

Ritröðin á sér veglega vefsíðu, Landsnefndin.is

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.