Höfundur
Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
978-993-546-624-2
Blaðsíðufjöldi
779
Ritstjóri
Helga Jóna Eiríksdóttir
Myndaritstjóri
Karólína Stefánsdóttir, Katrín Ingvadóttir og Þórunn Helga Benedikz
Tegund
Unavailable

Konur sem kjósa: Aldarsaga

Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir

Original price was: 8.900kr..Current price is: 4.900kr..

 

Í skínandi sólskini og stafalogni kemur fylking kvenna inn á Austurvöll. Fremstar ganga 200 ljósklæddar smámeyjar. Á undan þeim fer hornaflokkur. Torgið hefur verið skreytt fánum og flöggum og mannfjöldinn fylgist með. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margar glaðar og prúðbúnar konur verið saman komnar á götum bæjarins. Það er 7. júlí 1915. Íslenskar konur fagna nýfengnum kosningarétti og kjörgengi til Alþingis með ræðum og þakkarávörpum, söng og húrrahrópum.

Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Titillinn vísar til kosningaréttarins en einnig til þess hvernig konur sköpuðu sér rými til að móta eigið líf og samfélagið allt. Sjónum er beint að einu kosningaári á hverjum áratug og þannig teknar ellefu sneiðmyndir af sögu kvenna undanfarin hundrað ár. Fjallað er um kvennablöð og kvennaframboð, kvennafrí og kvennaverkföll, um baráttu kvenna fyrir hlutdeild í stjórn landsins og frelsi til að ráða menntun sinni og atvinnu, barneignum og ástarsamböndum. Við sögu koma konur úr öllum stéttum, ungar og gamlar, úr sveit og bæ, húsfreyjur sem börðust fyrir rafmagni, vatnsveitu og heilnæmri mjólk og konur sem brutu blað þegar þær urðu læknar, bílstjórar, veðurfræðingar, snyrtivöruframleiðendur og rafvirkjar. Áður ósagðar sögur kvenna njóta sín í lifandi texta og bókina prýðir fjöldi mynda af konum í leik og starfi í hundrað ár.

Konur sem kjósa er stórvirki sem byggir á áralöngum rannsóknum og samvinnu fjögurra fræðimanna á sviði kvenna- og kynjasögu, stjórnmála- og menningarsögu.

Það eru konur sem eiga orðið í þessari bók.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.