8.900kr.
Í fjarska norðursins er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til samtímans. Báðar hafa þessar þjóðir verið framandi í augum annarra. Lengi voru ímyndir þeirra svipaðar en margt hefur líka greint á milli. Í þessari bók er leitað svara við því hvers vegna íbúum þessara landa hefur ýmist verið lýst sem verstu villimönnum eða fyrirmyndarfólki. Af hverju hefur Íslandi og Grænlandi stundum verið lýst sem djöflaeyjum og stundum sem fjársjóðs- eða sælueyjum?
Sumarliði R. Ísleifsson er doktor í sagnfræði. Hann hefur kannað ímyndasögu Íslands og Grænlands um langt skeið og fjallað um það í greinum og bókum.
Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Umsögn lokadómnefndar:
Löndin í norðri, Ísland og Grænland, voru öldum saman sveipuð dularfullum og framandi bjarma í augum þeirra ferðalanga sem þangað lögðu leið sína. Í ritinu Í fjarska norðursins – Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár tekst Sumarliða R. Ísleifssyni að varpa ljósi á rúmlega þúsund ára viðhorfasögu gagnvart íbúum þessara eyja á afar aðgengilegan og skýran hátt. Athyglisvert og fróðlegt er að bera saman frásagnir, skoðanir og ályktanir þeirra mörgu fræðimanna, rithöfunda og landkönnuða sem koma við sögu og sjá hvaða breytingar verða á ímynd þessara fjarlægu eyja í tímans rás. Bókin er glæsilegt og eigulegt rit, fallega hönnuð og með ríkulegu myndefni.
Formáli
Inngangur
Hugmyndir, ímyndir, þekking
Norðrið, útópíur og eyjar
Norðrið
Hið ysta norður
Norðrið breytis
Útópíur og eyjar
Eyjan
Eyjan Írland
Ísland og Grænland í miðaldaritum
Inngangur
Thule og Ísland
Thule
Ísland í miðaldaritum
Grænland
Yfirlit
Ísland og Grænland 1500–1750
Inngangur
Ímyndir Íslands 1500–1750
Yfirlitsrit um Ísland
Ferðalýsingar frá Íslandi fyrir 1750
Grænland 1500–1750
Ferða- og leiðangurslýsingar frá Grænlandi
Hans Egede á Grænlandi
Yfirlitsrit um Grænland
Yfirlit
Tímabilið 1750–1900. Ímyndir á krossgötum
Inngangur
Ísland á tímabilinu 1750–1900
Land og umhverfi 1750–1900
Fólkið og menning þess 1750–1900
Grænland 1750–1900
Trúboð og landkönnun. Grænland 1750–1850
Umfjallanir um Grænland frá síðari hluta 19. aldar
Yfirlit
Ísland og Grænland á 20. öld og til samtímans
Bakgrunnur og breyttar aðstæður
Ímyndir Íslands á 20. öld
Sögueyjan
Hið nútímalega Ísland. Útópía í norðri
Barbarar norðursins?
Ímyndir Grænlands á 20. öld
Grænland, siðleysi og upplausn?
Hið „frumstæða“ og „góða“ Grænland. Ævintýralandið
Yfirlit
Niðurstöður
Conclusion
Tilvísanir
Heimildir
Myndaskrá
Nöfn og efnisorð
Sumarliði R. Ísleifsson er doktor í sagnfræði. Hann hefur rannsakað ímyndasögu Íslands og Grænlands um langt skeið og fjallað um hana í greinum og bókum. Hann hefur einnig skrifað um sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar, atvinnusögu á 19. og 20. öld og sögu stjórnsýslu. Þá hefur hann stýrt og tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, ritstýrt bókum og búið til prentunar og sett upp sýningar. Hann er nú lektor í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.