Höfundur
Axel Kristinsson
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
280
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Félagssaga, Menningarsaga, Stjórnmálasaga

Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands

Axel Kristinsson

6.400kr.

Var miðbikið í sögu Íslands tími hnignunar og volæðis? Voru Íslendingar fátækir, frumstæðir og vesælir? Var Ísland fátækasta land Evrópu?

Hér eru færð sterk rök fyrir því að hugmyndin um hnignun og niðurlægingu í sögu Íslands sé pólitísk goðsögn ‒ mýta ‒ sem búin var til í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og þjónaði þörfum hennar með því að mála erlend yfirráð sem dekkstum litum. Goðsögnin sannfærði Íslendinga um að dönsk stjórn hefði reynst þjóðinni ákaflega óheillavænleg og því bæri að stefna að sjálfstæði. Eftir að því markmiði var náð hefur goðsögnin svo verið endurnýtt í þjónustu ýmis konar hugmyndafræði, svo sem frjálshyggju og landgræðslu.

Saga Íslands á fyrri öldum var þó varla eins mikil hörmungarsaga og haldið hefur verið fram. Fólksfæð einkenndi landið fremur en kúgun, rányrkja eða afturhaldssemi og líf almúga var hreint ekki verra af þeim sökum.

Axel Kristinsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við Reykjavíkur-Akademíuna og hefur birt fjölmargar greinar og rit. Hann hefur rannsakað hvaða almennu lögmál ráða þróun mannlegra samfélaga og einkum fengist við almenna sögu fornaldar og miðalda og Íslandssögu miðalda og árnýaldar.

Var miðbikið í sögu Íslands tími hnignunar og volæðis? Voru Íslendingar fátækir, frumstæðir og vesælir? Var Ísland fátækasta land Evrópu?

Hér eru færð sterk rök fyrir því að hugmyndin um hnignun og niðurlægingu í sögu Íslands sé pólitísk goðsögn ‒ mýta ‒ sem búin var til í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og þjónaði þörfum hennar með því að mála erlend yfirráð sem dekkstum litum. Goðsögnin sannfærði Íslendinga um að dönsk stjórn hefði reynst þjóðinni ákaflega óheillavænleg og því bæri að stefna að sjálfstæði. Eftir að því markmiði var náð hefur goðsögnin svo verið endurnýtt í þjónustu ýmis konar hugmyndafræði, svo sem frjálshyggju og landgræðslu.

Saga Íslands á fyrri öldum var þó varla eins mikil hörmungarsaga og haldið hefur verið fram. Fólksfæð einkenndi landið fremur en kúgun, rányrkja eða afturhaldssemi og líf almúga var hreint ekki verra af þeim sökum.

Axel Kristinsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við Reykjavíkur-Akademíuna og hefur birt fjölmargar greinar og rit. Hann hefur rannsakað hvaða almennu lögmál ráða þróun mannlegra samfélaga og einkum fengist við almenna sögu fornaldar og miðalda og Íslandssögu miðalda og árnýaldar.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.