Skip to content
Höfundur

Gunnar Þór Bjarnason

Gerð bókar

Innbundin harðaspjaldabók

Útgefandi

Sögufélag í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Blaðsíðufjöldi

404

Útgáfuár

2018

Tegund

19.-21. öld, Félagssaga, Menningarsaga, Sagnfræði, Stjórnmálasaga

Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918

Gunnar Þór Bjarnason

8.400kr. 7.140kr.

„Þetta var einstök upplifun. Fólki vöknaði um augu þegar það horfði á ríkisfána Íslands dreginn að hún á Stjórnarráðsbyggingunni í Reykjavík í fyrsta sinn klukkan tólf á hádegi sunnudaginn 1. desember 1918. Draumur þjóðarinnar um sjálfstæði hafði ræst.“

Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur rekur aðdragandann að þessu í lifandi myndskreyttri frásögn í bókinni Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918. Sagt er frá eftirminnilegum einstaklingum, hörðum átökum og þjóðlífi í skugga heimsstyrjaldar og áfalla hið viðburðaríka ár 1918. Var þessi fámenna þjóð í stakk búin til að reka sjálfstætt ríki?

Gunnar Þór hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir vönduð og einkar læsileg sögurit. Hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 fyrir bókina Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918.

I ATBURÐIR

 1. Draumur
 2. Allt í einur
 3. Einstakt tækifæri
 4. Lífið sjálft
 5. Hold og blóð
 6. Kötturinn og músin

II ÞJÓÐIN

 1. Hringferð
 2. Annar tími
 3. Í ríki Dana
 4. Andardráttur

III SJÁLFSTÆÐI

 1. Viðbrögð
 2. Skiptar skoðanir
 3. Ójafn leikur
 4. Nýjar raddir
 5. Úrslit
 6. Fullveldi handa byrjendum
 7. Fjarstæða

fæddist á Ísafirði 1957. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, lauk BA-prófi frá í sagnfræði og þýsku frá Háskóla Íslands, MA-prófi í alþjóðasamskiptum frá sama skóla og stundaði framhaldsnám í sagnfræði í Þýskalandi. Hann kenndi í mörg ár við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og hefur lengi verið stundakennari við Háskóla Íslands.

Gunnar Þór hefur sinnt ýmsum félags- og útgáfustörfum innan sagnfræðinnar; var annar stofnenda Sagna, ritstýrði Nýrri sögu  um hríð og sat í stjórn Félags sögukennara, var formaður Félags um átjándu aldar fræði í fjögur ár og sat í stjórn Sögufélags.

Gunnar Þór hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis árið 2015 fyrir bókina Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918.

Gunnar Þór Bjarnason

Ritdómur Björns Bjarnasonar sem birtist fyrst í Morgunblaðinu:

https://www.bjorn.is/greinar/orlagaarid-1918-og-fullveldid

“Sagnfræðirit verða ekki öllu betur úr garði gerð.” – Ritdómur í Þjóðmálum:

https://www.thjodmal.is/2019/02/11/riki-medal-rikja-thjod-medal-thjoda/

Viðtal við Gunnar Þór í Morgunvaktinni á Rás 1

https://www.ruv.is/frett/island-vard-sjalfstaett-riki

http://arc.ci.x-cago.net/data/mbl/20181201/pages/01068/articles/MBL-20181201-01068002.pdf

Gunnar Þór með sögugöngu

https://www.fullveldi1918.is/is/dagskra-arsins/i-fotspor-hinna-utvoldu