Höfundur
Gunnar Þór Bjarnason
Útgefandi
Sögufélag í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
405
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
19.-21. öld, Félagssaga, Menningarsaga, Sagnfræði, Stjórnmálasaga

Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918

Gunnar Þór Bjarnason

4.900kr.

„Þetta var einstök upplifun. Fólki vöknaði um augu þegar það horfði á ríkisfána Íslands dreginn að hún á Stjórnarráðsbyggingunni í Reykjavík í fyrsta sinn klukkan tólf á hádegi sunnudaginn 1. desember 1918. Draumur þjóðarinnar um sjálfstæði hafði ræst.“

Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur rekur aðdragandann að þessu í lifandi myndskreyttri frásögn í bókinni Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918. Sagt er frá eftirminnilegum einstaklingum, hörðum átökum og þjóðlífi í skugga heimsstyrjaldar og áfalla hið viðburðaríka ár 1918. Var þessi fámenna þjóð í stakk búin til að reka sjálfstætt ríki?

Gunnar Þór hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir vönduð og einkar læsileg sögurit. Hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 fyrir bókina Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.