Ekki til á lager
Bókin rekur sögu Heklugosa frá upphafi landsbyggðar. Þar er skráður kafli úr sögu íslenzkrar þjóðar, þáttur úr þúsund ára baráttu hennar við ís og eld. Sigurður er maður hins ljósa og lipra máls. Í Heklueldum rýnir hann fornar ritaðar heimildir af glöggskyggni og þekkingu og samræmir þær náttúrufræðilegum staðreyndum. Heklueldar er fyrirmyndarbók, sem skipar virðulegan sess meðal fræðibóka.
Bókin er prýdd 29 myndum og uppdráttum auk 16 myndasíðna, litprentaðrar kápu og korts af Heklusvæðinu.
“Saga eldfjalls – saga þjóðar”, ritdómur Jóns Jónssonar í Morgunblaðinu 22. janúar 1969.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.