Skip to content
Höfundur

Áslaug Sverrisdóttir

Útgefandi

Sögufélag

Útgáfuár

2020

ISBN

978-993-546-622-8

Blaðsíðufjöldi

303 bls

Ritstjóri

Handa á milli: Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár

Áslaug Sverrisdóttir

9.900kr. 8.415kr.

Undir lok 19. aldar kviknaði umræða um mikilvægi þess að koma á fót heimilisiðnaði á Íslandi. Með iðnbyltingunni tóku vélar og verksmiðjur við framleiðslu gamla sveitasamfélagsins og í breyttum heimi þurfti að endurskilgreina hugmyndir um hefðbundið handverk. Talsmenn heimilisiðnaðar litu þá til norrænna fyrirmynda og upp úr þeim jarðvegi spratt Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

Hér er sögð aldarsaga Heimilisiðnaðarfélagsins 1913–2013. Í henni endurspeglast hvernig félagið hefur þróast í takt við samfélagsbreytingar með fjölbreyttu starfi: námskeiðum, norrænu samstarfi, útgáfustarfsemi og verslunarrekstri.

Ávarp formanns Heimilisiðnaðarfélags Íslands
Aðfaraorð höfundar

– Inngangur –
Hvers konar saga?
Skipulag efnis
Um heimildirnar

– Veganesti –
Skilgreiningar og hugtök
Frjósamar hugleiðingar
Arfleifð

– 1890–1913 Baksvið og stofnun félags –
Nýtt hugtak
Grein af fjölþjóðlegri hreyfingu
Umræða um heimilisiðnað
Aðdragandi að stofnun félags
Fundur í Báruhúsinu
Að efla þjóðlegan heimilisiðnað

– 1914–1920 Áform og áskoranir –
Sveitasamfélag, ófriður og þjóðlyndi
Fyrstu námskeiðin
Styrjaldarár
Hjálp til sjálfshjálpar
Vinnustofa
Samband íslenskra heimilisiðnaðarfélaga
Heimilisiðnaðarráðunautur
Að búa að sínu
Annir og fastir liðir

– 1921–1930 Framfarir, þjóðlyndi og sýningar –
Hlutverk heimila breytist
Iðnsýningar kynntar
Almenn heimilisiðnaðarsýning
Tekist á um sjónarmið
Bylting á aðalfundi
Landssýning
Annir og fastir liðir

– 1931–1950 Bjargráð í saumsporum –
Hvaðan stendur á okkur veðrið?
Saumanámskeið
Ekki varð aftur snúið
Borgaralegt þjóðlyndi
Annir og fastir liðir

– 1951–1970 Á öld hraðans –
Allt er betra en stöðnun
Gagngerar breytingar
Heimilisiðnaður eða tómstundagaman
Námskeið á nýjan leik
Annir og fastir liðir

– 1971–1990 Velgengni og ögrandi úrlausnarefni –
Framkvæmdahugur
Útrás
Blikur á lofti og blákaldur veruleiki
Áætlun um eflingu smáiðnaðar
Heimilisiðnaðarskóli
Samstarfsnefnd um íslenska þjóðbúninga
Annir og fastir liðir

– 1991–2006 Rýnt í sjálfsmynd og sögulega stöðu –
Kall tímans
Breytingar liggja í loftinu
Nefnd um eflingu heimilisiðnaðar
Hönnun
Samtal við Handverk
Hamskipti eða hvað?
Erfið skref
Skólinn
Þjóðbúningar og endurreisn faldbúnings
Annir og fastir liðir

– 2007–2013 Framtíðin milli handanna –
Það er eitthvað yfirvofandi
Nýtt heimili
Samstarf við söfn
Hrunið 2008
Skólinn í Nethyl
Annir og fastir liðir

– Lokaorð –
Litið í snjallsíma árið 2013
Spurningar og svör

Summary

Viðaukar

  1. Stofnlög Heimilisiðnaðarfélags Íslands

ásamt skrá yfir stofnfélaga

Lög Heimilisiðnaðarfélags Íslands 2009

  1. Formenn Heimilisiðnaðarfélags Íslands

1913–2013

  1. Hugur og hönd. Rit Heimilisiðnaðarfélags

Íslands

  1. Skrá yfir þing Nordens Hemslöjdsförbund

1927–2010

Heimildir

Myndir

Nöfn og efnisorð

Áslaug Sverrisdóttir fæddist í Reykjavík árið 1940. Hún lauk prófi frá kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands með viðkomu í University of St Andrews, Skotlandi. Hún hefur starfað sem safnvörður við munadeild Árbæjarsafns og stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarskólann. Þá hefur hún ritað fjölda greina í bækur og tímarit.

Viðtal við Áslaugu Sverrisdóttur á Hringbraut

Áslaug Sverrisdóttir í Víðsjá

Streymisútgáfuhóf Handa á milli

Fréttatilkynning