Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2021
ISBN
9789935466273
Blaðsíðufjöldi
946
Ritstjóri
Már Jónsson
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
2 bindi innbundin

Galdur og guðlast á 17. öld: Dómar og bréf I-II

9.400kr.

Galdramál 17. aldar eru óhugnanlegur vitnisburður um refsihörku yfirvalda sem á sextíu ára bili létu brenna eina konu og tuttugu og einn karl á báli, fyrir utan aðrar aftökur sem voru miklu fleiri. Sum þessara mála sýna líka yfirvegaða fólsku einstaklinga sem vegna hræðslu eða haturs kærðu nágranna sína og kunningja fyrir galdra, vitandi vits að dauðadómur blasti við eða harkaleg hýðing sem gekk nærri lífinu. Veikindi á fólki og jafnvel dauði voru helstu sakarefni en líka skepnumissir eða aflabrestur og önnur skemmdarverk. Hugarheimur þessara ára er framandi og hefur lengi verið, því þegar í byrjun 18. aldar sáu menn að sér um ofsóknirnar og í framhaldinu dvínaði trú á galdra.

Á annað hundrað dómsmál eru þekkt þar sem galdrar voru í aðalhlutverki. Lítið er vitað um flesta þeirra en í nokkrum tilvikum eru gögnin vel varðveitt. Í þessu tveggja binda verki eru teknir saman og gefnir út allir tiltækir dómar sem komu fyrir rétt og vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1576-1772. Einnig eru birt embættisbréf og sendibréf sem tengjast málunum. Í fyrra bindi eru birt skjöl frá árunum 1546-1671. Í seinna bindi eru birt skjöl frá árunum 1672-1772. Már Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands bjó skjölin til útgáfu og ritar inngang.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.