Höfundur
Haukur Ingvarsson
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2021
ISBN
9789935466280
Blaðsíðufjöldi
491
Ritstjóri
Gunnar Þór Bjarnason
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu: Orðspor Williams Faulkners í íslensku menningarlífi 1930-1960

Haukur Ingvarsson

Original price was: 7.900kr..Current price is: 3.950kr..

Haustið 1955 sótti bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner Íslendinga heim. Kalda stríðið var í algleymingi og íslenska þjóðin klofin í afstöðu sinni til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Faulkner var eindreginn talsmaður stórveldisins í vestri en fangaði hugi og hjörtu Íslendinga þvert á flokkslínur, sósíalistar lýstu honum sem fulltrúa þess besta í bandarískri menningu.

En hver var þessi Faulkner? Og hvernig stóð á vinsældum hans?

Í bókinni er fjallað um landnám módernismans í íslenskum bókmenntum og bandarísku bylgjuna sem reið yfir bókmenntaheiminn á fjórða áratug 20. aldar. Brugðið er nýju og óvæntu ljósi á þátttöku íslenskra hægrimanna í alþjóðlegu menningarstarfi í kalda stríðinu en á bak við tjöldin hélt bandaríska leyniþjónustan um þræði. Við sögu koma Hollywood-kvikmyndir byggðar á verkum Faulkners, erindrekar Bandaríkjastjórnar á Íslandi, aftökur án dóms og laga í Suðurríkjum Bandaríkjanna og íslenskur rithöfundur sem skrifaði skáldsagnaþríleik, innblásinn af Faulkner.

Hér er á ferðinni nýstárleg rannsókn sem byggir á fjölbreyttum heimildum, þar á meðal gögnum af innlendum og erlendum skjalasöfnum. Bókin á erindi til alls áhugafólks um bókmenntir og sögu.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.