Höfundur
Guðmundur Andrésson
Útgefandi
Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
Unavailable
Ritstjóri
Jakob Benediktsson
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Deilurit

Guðmundur Andrésson

2.500kr.

Eins og fjallað er um í inngangi: Árið 1644 eða 1645 gerðist Guðmundur Andrésson sekur um svokallað frillulífsbrot, þ.e. hann eignaðist barn með ógiftri konu. Ekkert er vitað um barnið en barnsmóðir hans hét Arnfríður Jónsdóttir. Barneignir utan hjónabands vörðuðu fésektum á þeim tíma og Guðmundur samdi ritgerð gegn Stóradómi þar sem hann gagnrýndi harðlega að ríkir og fátækir þurftu að greiða sömu upphæð enda hlaut þetta að vera smáræði fyrir þá ríku en verulega íþyngjandi fyrir almúgafólk. Þannig væri refsingin misþung eftir stétt hins brotlega. Ritgerðin ber titilinn Discursus oppositionis eða Deilurit. Eflaust hefur ýmislegt misfagurt verið sagt (og ort) um ágæti Stóradóms á dögum Guðmundar en Discursus oppositionis á engar skriflegar hliðstæðar enda voru afleiðingar fyrir höfundinn miklar. Að sögn Guðmundar var áætlun ekki að gera þetta flugbeitta deilurit opinbert en það var engu að síður túlkað sem hættulegt andóf þegar upp komst um það. Fyrir þetta var hann handtekinn og færður til Kaupmannahafnar af Henrik Bjelke, höfuðsmanni. Í Kaupmannahöfn var Guðmundur settur í Bláturn en var síðan náðaður af konungi 24. desember 1649 fyrir orð Ole Worm.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.