3.700kr.
Jón Thoroddsen (1818–1868) er þekktur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku frá 1850 og Mann og konu, sem kom út að honum látnum, auk þess sem mörg ljóða hans lifa góðu lífi í söng og lestri. Hann var lengi við nám í Kaupmannahöfn en var á fullorðinsárum sýslumaður í Barðastrandarsýslu og í Borgarfirði.
Í þessari bók hefur Már Jónsson sagnfræðingur tekið saman einkabréf til Jóns og frá honum, nálægt því eitt hundrað talsins, ásamt úrvali embættisbréfa hans. Meðal þeirra sem hann skrifaðist á við voru Brynjólfur Pétursson, Gísli Brynjúlfsson, Jón Árnason bókavörður og þjóðsagnasafnari, Jón Pétursson yfirdómari og Jón forseti. Enn merkari eru þó bréf Jóns til unnustu sinnar, Ólafar Thorlacius, sem síðar giftist öðrum manni, og dóttur þeirra Elínar.
Í bréfum Jóns gætir ávallt persónulegra tilþrifa sem sýna skapgerð hans og kímnigáfu. Bókinni er ætlað að bregða birtu á manninn á bak við skáldskapinn, einstaklinginn og embættismanninn.
Jón Thoroddsen (1818–1868) er þekktur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku frá 1850 og Mann og konu, sem kom út að honum látnum, auk þess sem mörg ljóða hans lifa góðu lífi í söng og lestri. Hann var lengi við nám í Kaupmannahöfn en var á fullorðinsárum sýslumaður í Barðastrandarsýslu og í Borgarfirði.
Í þessari bók hefur Már Jónsson sagnfræðingur tekið saman einkabréf til Jóns og frá honum, nálægt því eitt hundrað talsins, ásamt úrvali embættisbréfa hans. Meðal þeirra sem hann skrifaðist á við voru Brynjólfur Pétursson, Gísli Brynjúlfsson, Jón Árnason bókavörður og þjóðsagnasafnari, Jón Pétursson yfirdómari og Jón forseti. Enn merkari eru þó bréf Jóns til unnustu sinnar, Ólafar Thorlacius, sem síðar giftist öðrum manni, og dóttur þeirra Elínar.
Í bréfum Jóns gætir ávallt persónulegra tilþrifa sem sýna skapgerð hans og kímnigáfu. Bókinni er ætlað að bregða birtu á manninn á bak við skáldskapinn, einstaklinginn og embættismanninn.
“Einkalíf Jóns Thoroddsens”, ritdómur Ármanns Jakobssonar
“Hver var Jón Thoroddsen?”, svar Más Jónssonar á Vísindavefnum
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.