0kr.
Páll Líndal segir í þessari bók einkum frá störfum skipulagsnefndar ríkisins. Undir umsjón hennar voru “mótaðir þeir höfuðdrættir sem einkennt hafa og einkenna munu svipmót þéttbýlis á Íslandi.” Fróðlegt er að kynnast viðhorfum nefndarmanna til skipulagsmála og deila þeirra við yfirvöld í Reykjavík um þessi mál er forvitnileg.
Páll skoðar skipulagsstarfið í sögulegu samhengi, er einkar sýnt um að draga fram aðalatriði og beinir frásögninni ósjaldan að einkennilegum og spaugilegum atvikum.
Upphafskafla ritsins má telja mikilvægt framlag til sögu þéttbýlismyndunar á Íslandi. Sagt er frá störfum skipulagsnefndar ríkisins árin 1921-38 vegna skipulags 22 skipulagsskyldra
Páll Líndal var um árabil formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, byggingarnefndar Reykjavíkur og skipulagsstjórnar ríkisins. Hann var ritstjóri ásamt öðrum að “aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-1983” (1966), sat í útgáfunefnd “Sögu sveitarstjórnar á Íslandi” og “Safns til sögu Reykjavíkur” g er höfundur ritsins “Hin fornu tún”, um Reykjavík í ellefu aldir (1974). Hvílir það orð á um ritið að Páli hafi tekist þar að setja viðamikið efni fram á ljósan og skýran hátt.
Arnór hefur jafnan verið lítill aðdándi hefðbundinna skoðana, en glöggskyggn á ný sjónarmið og leiðir bæði í efnahagsmálum og íslenzkum fræðum.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.