9.900kr.
Í Andlit til sýnis er lítið safn í brennidepli en þar má finna brjóstafsteypur af fólki frá ólíkum stöðum heimsins sem gerðar voru á nítjándu öld. Um er að ræða niðurstöður úr rannsókn Kristínar sem nær til Kanaríeyja, meginlands Spánar og Frakklands og snýr að þverþjóðlegum tengslum sem urðu til í gegnum kynþáttahugmyndir. Brjóstmyndirnar endurspegla þannig kynþáttahyggju og rányrkju nýlenduvelda fyrri tíma og áhuga Evrópubúa á að stilla upp líkömum til fróðleiks og skemmtunar. Þar á meðal eru brjóstmyndir sjö Íslendinga. Bókin segir sögu þeirra og nokkurra annarra einstaklinga í lifandi og ríkulega myndskreyttri frásögn
Inngangur
Eitthvað safn á Spáni
KAFLI EITT
ÁHUGINN Á HINU FRAMANDI
Fólk og hlutir til sýnis
Furðustofur | Skipulag þekkingar
Sýningar á fólki
Kynþáttavísindi
Líkamsleifar og rányrkja
KAFLI TVÖ
LÍKAMAR OG HÖFUÐ SEM SAFNGRIPIR
Kynþáttum raðað upp
Að fanga líkama
Söfnin og þjóðin
Frumbyggjar í forgrunni |Kanarísafnið
Furðustofa læknisins |Safnið í Madrid
Söfnin þrjú
Hellirinn
KAFLI ÞRJÚ
SÖGUR AF EINSTAKLINGUM
Brjóstmynd 1: Horace | Brasilía
Brjóstmynd 32: Osifekunde | Ijebu Yoruba, Nígería
Brjóstmyndir 44–49: Fjarðarmynni | Grænland
Brjóstmyndir 52–58: Torfbæir | Ísland
Brjóstmyndir 64 og 66: Poukalem og Heroua | Nýja-Sjáland
Brjóstmynd 73: Mafi | Eyjaklasar á Tonga
Brjóstmyndir 80–81:Man-Gua-Daus og Se-Nou-Ty-Jah |Norður-Ameríka
Brjóstmyndir 82–89: Eldfólkið | Eldland Suður-Ameríku
Lokaorð
Þakkir
Summary
Heimildir
Myndaskrá
Nöfn og efnisorð
Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Kristínar hafa snúið að fordómum, mótun þjóðernis, tengslum suðurs og norðurs, nýlenduhyggju, og málefnum sem tengjast fólksflutningum. Kristín hefur unnið að þessum viðfangsefnum í ólíkum rannsóknarverkefnum, sem unnin hafa verið í Níger í Vestur-Afríku, Belgíu, Ítalíu, Íslandi og nú nýlega á Kanaríeyjum. Rannsóknarverkefni Kristínar hafa meðal annars snúið að mótun þjóðarsjálfsmyndar á Íslandi á útrásartímabilinu og eftir hrun, sem og rasisma á Íslandi og hugmyndum hælisleitanda frá Níger um Evrópu. Kristín hefur gefið út fjölda verka á íslensku og ensku, til dæmis bókina Kynþáttahyggja – Í stuttu máli (2021). Hún hlaut Fjöruverðlaunin fyrir fræðiritið Konan sem fékk spjót í höfuðið (2011), Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Fugl í búri (1988) og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Fótatak tímans (1990). Þá hefur Kristín einnig haldið fjölda sýninga tengdum rannsóknum sínum og fékk viðurkenningu fyrir fræðistörf sín frá Háskóla Íslands árið 2014.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.