Í þættinum ræðir Katrín Lilja við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði, um nýútkomna bók hennar Andlit til sýnis. Í bókinni beinir Kristín sjónum sínum að litlu safni á Kanaríeyjum, þar sem finna má brjóstafsteypur af fólki frá ólíkum stöðum heimsins sem gerðar voru á nítjándu öld. Brjóstmyndirnar endurspegla kynþáttahyggju og rányrkju nýlenduvelda fyrri tíma.