#44 Gunnar Tómas Kristófersson og íslensk kvikmyndasaga

Screenshot 2025-02-21 125442

Blanda er að þessu sinni helguð íslenskri kvikmyndasögu. Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands og doktorsnemi í kvikmyndafræði, hefur verið ötull við að skrifa í tímaritið Sögu undanfarin ár. Hann hefur birt greinar um fyrstu konurnar sem leikstýrðu kvikmyndum á Íslandi, Ruth Hanson og Svölu Hannesdóttur, og um kvikmyndagerð Vigfúsar Sigurgeirssonar. Nýjasta grein hans mun birtast í vorhefti Sögu 2025 en hún fjallar um kynslóðaskiptin í íslenskri kvikmyndagerð á sjöunda áratug 20. aldar og kvikmyndir Ósvalds Knudsen, sem var maður á mörkum tveggja tíma. Kristín Svava Tómasdóttir, ritstjóri Sögu, ræðir við Gunnar Tómas um rannsóknir hans en einnig um Kvikmyndasafn Íslands og þann fjársjóð sem þar leynist.

Eldri hlaðvörp

#43 Eggert Ágúst Sverrisson og Drottningin í Dalnum

Markús Þórhallsson

#42 Guðmundur Jónsson og Ástand Íslands um 1700

Jón Kristinn Einarsson

#41 Hrafnkell Lárusson og Lýðræði í mótun

Jón Kristinn Einarsson

#40 Þorkell Gunnar og Ólympíuleikarnir 1948

Ása Ester Sigurðardóttir

#39 Kobeinn Rastrick um 30. marz 1949

Katrín Lilja Jónsdóttir

#38 Haraldur Sigurðsson um Samfélag eftir máli

Einar Kári Jóhannsson