#40 Þorkell Gunnar og Ólympíuleikarnir 1948

Ása Ester Sigurðardóttir
20240911-172149- MummiLu

Nýr þáttur er kominn í loftið. Þar ræðir Ása Ester Sigurðardóttir við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson um bók hans Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948.

Sumarólympíuleikarnir í London árið 1948 voru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Vegna seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu ekki verið haldnir Ólympíuleikar í 12 ár, en aðstæður í London voru erfiðar svona stuttu eftir stríð og stundum er talað um „meinlætaleikana“ af þeim sökum. Þetta voru líka fyrstu sumarleikarnir sem Ísland keppti á eftir lýðveldisstofnun og Íslendingar höfðu metnað til að standa sig vel. Ísland sendi því stóran flokk á leikana og íslenskar konur þreyttu frumraun sína á Ólympíuleikum.

 

Eldri hlaðvörp

#41 Hrafnkell Lárusson og Lýðræði í mótun

Jón Kristinn Einarsson

#39 Kobeinn Rastrick um 30. marz 1949

Katrín Lilja Jónsdóttir

#38 Haraldur Sigurðsson um Samfélag eftir máli

Einar Kári Jóhannsson

#37 Kristín Loftsdóttir um Andlit til sýnis

Katrín Lilja Jónsdóttir

#36 Ragnhildur Hólmgeirsdóttir um Yfirréttinn á Íslandi III b.

Katrín Lilja Jónsdóttir

#35 Kristjana Kristinsdóttir um Lénið Ísland

Jón Kristinn Einarsson