#24 Jón Kristinn Einarsson um Jón Steingrímsson og Skaftárelda

Einar Kári Jóhannsson
#24 Jón Kristinn Einarsson um Jón Steingrímsson og Skaftárelda

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Jón Kristinn Einarsson um bók hans Jón Steingrímsson og Skaftáreldar sem nýlega kom út hjá Sögufélagi. Í bókinni er fjallað um för séra Jóns, sumarið 1784, með sex hundruð ríkisdali frá stiftamtmanni til sýslumannsins í Vík í Mýrdal. Þetta stórfé átti að nýta til að endurreisa byggð í Skaftafellssýslu eftir Skaftárelda. Á leiðinni opnaði Jón sendinguna og deildi ófáum ríkisdölum út til nauðstaddra sem og sín sjálfs. Sú ákvörðun mæltist illa fyrir og Jón var kærður til yfirvalda í Kaupmannahöfn. Þetta mál er greint á grundvelli áður ókannaðra heimilda. Fram kemur nýtt sjónarhorn á móðuharðindin, þar sem tekist var á um neyðarhjálp með gjörólíkum áherslum íslenskra og danskra embættismanna.

Eldri hlaðvörp

#32 Anna Dröfn Ágústsdóttir um Guðrúnu Pétursdóttu frá Engey

Jón Kristinn Einarsson

#31 Guðmundur Hálfdanarson um Volaða land og Ísland sem nýlendu

Jón Kristinn Einarsson

#30 Axel Kristinsson um Hnignun, hvaða hnignun?

Jón Kristinn Einarsson

#29 Guðni Th. Jóhannesson um Stund milli stríða

Markús Þ. Þórhallsson

#28 Ísland var ekki barbaraland

Jón Kristinn Einarsson

#27 Helgi Þorláksson um Sögustaði

Jón Kristinn Einarsson