#24 Jón Kristinn Einarsson um Jón Steingrímsson og Skaftárelda

Einar Kári Jóhannsson
jónstein

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Jón Kristinn Einarsson um bók hans Jón Steingrímsson og Skaftáreldar sem nýlega kom út hjá Sögufélagi. Í bókinni er fjallað um för séra Jóns, sumarið 1784, með sex hundruð ríkisdali frá stiftamtmanni til sýslumannsins í Vík í Mýrdal. Þetta stórfé átti að nýta til að endurreisa byggð í Skaftafellssýslu eftir Skaftárelda. Á leiðinni opnaði Jón sendinguna og deildi ófáum ríkisdölum út til nauðstaddra sem og sín sjálfs. Sú ákvörðun mæltist illa fyrir og Jón var kærður til yfirvalda í Kaupmannahöfn. Þetta mál er greint á grundvelli áður ókannaðra heimilda. Fram kemur nýtt sjónarhorn á móðuharðindin, þar sem tekist var á um neyðarhjálp með gjörólíkum áherslum íslenskra og danskra embættismanna.

Eldri hlaðvörp

#43 Eggert Ágúst Sverrisson og Drottningin í Dalnum

Markús Þórhallsson

#42 Guðmundur Jónsson og Ástand Íslands um 1700

Jón Kristinn Einarsson

#41 Hrafnkell Lárusson og Lýðræði í mótun

Jón Kristinn Einarsson

#40 Þorkell Gunnar og Ólympíuleikarnir 1948

Ása Ester Sigurðardóttir

#39 Kobeinn Rastrick um 30. marz 1949

Katrín Lilja Jónsdóttir

#38 Haraldur Sigurðsson um Samfélag eftir máli

Einar Kári Jóhannsson