#17 Haukur Ingvarsson um Fulltrúa þess besta í bandarískri menningu

Einar Kári Jóhannsson
Insta02-Fulltrúi Ýess besta

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Hauk Ingvarsson um nýja bók hans, Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu.

Haustið 1955 sótti bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner Íslendinga heim. Kalda stríðið var í algleymingi og íslenska þjóðin klofin í afstöðu sinni til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Faulkner var eindreginn talsmaður stórveldisins í vestri en fangaði hugi og hjörtu Íslendinga þvert á flokkslínur, sósíalistar lýstu honum sem fulltrúa þess besta í bandarískri menningu. En hver var þessi Faulkner? Og hvernig stóð á vinsældum hans? Í bókinni er fjallað um landnám módernismans í íslenskum bókmenntum og bandarísku bylgjuna sem reið yfir bókmenntaheiminn á fjórða áratug 20. aldar. Brugðið er nýju og óvæntu ljósi á þátttöku íslenskra hægrimanna í alþjóðlegu menningarstarfi í kalda stríðinu en á bak við tjöldin hélt bandaríska leyniþjónustan um þræði. Hér er á ferðinni nýstárleg rannsókn sem byggir á fjölbreyttum heimildum, þar á meðal gögnum af innlendum og erlendum skjalasöfnum. Bókin á erindi til alls áhugafólks um bókmenntir og sögu.

Eldri hlaðvörp

#43 Eggert Ágúst Sverrisson og Drottningin í Dalnum

Markús Þórhallsson

#42 Guðmundur Jónsson og Ástand Íslands um 1700

Jón Kristinn Einarsson

#41 Hrafnkell Lárusson og Lýðræði í mótun

Jón Kristinn Einarsson

#40 Þorkell Gunnar og Ólympíuleikarnir 1948

Ása Ester Sigurðardóttir

#39 Kobeinn Rastrick um 30. marz 1949

Katrín Lilja Jónsdóttir

#38 Haraldur Sigurðsson um Samfélag eftir máli

Einar Kári Jóhannsson