Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Landnám kynjasögunnar“. Þar leggur hún út af grein sem Margrét Guðmundsdóttir ritaði í aldamótahefti Sögu árið 2000 um sagnaritun kvennasögu á 20. öld. Hafdís tekst á við sama verkefni hér, en beinir sjónum sínum að kynjasögu og sambúð hennar við kvennasögu á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu aldar.