Í fyrsta þætti hlaðvarpsins Blöndu ræðir Markús Þórhallsson við Brynhildi Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra félagsins, Hrefnu Róbertsdóttur forseta og Írisi Ellenberger sem hefur ritað sögu Sögufélags. Þær fjalla á áhugaverðan og upplýsandi hátt um rúmlega aldarlanga tilvist Sögufélags í fortíð, nútíð og framtíð.
Í kringum aldamótin 1900 hafði félögum Íslendinga fjölgað mjög. Alls konar félög voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldarinnar til að efla félagslíf þeirra. Íþróttafélög, ungmennafélög, kvenfélög, fræðafélög, bindindisfélög. Og Sögufélag.