Bóksalar völdu bestu fræðibók ársins 2023
Andlit til sýnis var valin besta fræðibókin 2023 af bóksölum.Bókin er „…frumleg, áleitin og firnavel skrifuð bók um kerfið sem flokkar fólk á jörðinni í kynþætti og skipar sumum innan garðs en öðrum utan hringsins. Okkur er sögð nöturleg saga af því þegar hvítleikinn og kynþátturinn gera suma að þrælum, fríkum og rannsóknarviðföngum en aðra […]
Nýr þáttur af Blöndu
Nú í desember var rætt við Kristínu Loftsdóttur um nýútkomna bók hennar Andlit til sýnis. Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu. Lengi vel var litið á Ísland og Íslendinga sem á einhvern hátt utan við umheiminn og aðskilda frá heimsvalda- og nýlendstefnu. Frásögn Kristínar Loftsdóttur í bókinni Andlit til sýnis beinir sjónum að samtengdum heimi sem […]
Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna
Sólin skín víðar en á Kanrí! Andlit til sýnis. Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu eftir Kristínu Loftsdóttur var í gær tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Samstarf við góða höfunda skapar tækifæri til að gefa út góðar bækur, eftirtektarverðar og fallegar.
Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Bók án hliðstæðu var sagt um bók Haraldar Sigurðssonar, Samfélag eftir máli. Við hjá Sögufélaginu deilum þeirri sýn og gleðjumst yfir tilnefningu bókarinnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Eiguleg bók og falleg til gjafa. Hér er hægt að versla bókina hjá Sögufélaginu
Sögufélagið verður þátttakandi í bókahátíð í Hörpu um helgina.
Sannkölluð bókahátíð verður í Hörpu um helgina, frá 11 – 17 báða dagana, og auðvitað verður Sögufélagið á staðnum til að bjóða gesti í spjall og kynna útgáfubækur okkar. Þar ber hæst stórvirkið Samfélag eftir máli eftir Harald Sigurðsson sem er fyrsta heildstæða yfirlitið yfir sögu skipulagsmála á Íslandi. Það gerir okkur loksins kleift að […]
Sögukvöld 2. nóvember
Saga LXI – II 2023 kemur út um næstu mánaðamót. Að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 20. Ritstjórar Sögu, Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson kynna efni haustheftisins, þar á meðal ritrýnda grein Skafta Ingimarssonar um Samalas-eldgosið 1257 og fall íslenska goðaveldisins og þýdda grein Alan Mikhail […]
Nýr þáttur af Blöndu
Í síðustu viku kom út nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í þættinum ræðir Katrín Lilja Jónsdóttir við Ragnhildi Hólmgeirsdóttur sagnfræðing á Þjóðskjalasafni Íslands og einn af ritstjórum Yfirréttarins á Íslandi í tilefni af útgáfu þriðja bindisins. Ragnhildur segir hlustendum Blöndu upp og ofan af útgáfunni, heimildaleit og gloppóttum skjalasöfnum og mikilvægi útgáfu þessa […]
Starfsfólk kveður
Gott starfsfólk Sögufélags kveður og haslar sér völl á nýjum vettvangi; Jón Kristinn Einarsson sem hefur verið með okkur í fjölbreyttum verkum Sögufélags er hefja doktorsnám við University of Chicago. Einar Kári Jóhannsson sem bæði sinnti starfi verkefnastjóra og útgáfustjóra hefur hafið störf hjá Benedikt bókaútgáfu. Brynhildur Ingvarsdóttir f.v. framkvæmdastjóri Sögufélagins söðlar um og hverfur […]
Útgáfa: Yfirrétturinn á Íslandi III b. 1716–1732
Sameiginleg útgáfa Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags á þriðja bindi Yfirréttarins á Íslandi lítur dagsins ljós. Í þessu bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1716–1732. Mál sem komu fyrir dóminn voru margvísleg. Tvær konur voru sakaðar um að deyða börn sín í fæðingu og dæmdar til dauða. Sækja varð um náðun til konungs […]
Nýr framkvæmdastjóri Sögufélags
Guðrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sögufélags. Guðrún hefur áður starfað sem sýningastjóri á Þjóðminjasafni Íslands, verkefnastjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni og Benedikt bókaútgáfu sem og JPV forlagi. Guðrún er með MFA Gráðu frá The School of the Art Institute of Chicago, diplómagráðu í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ og er auk þess lærður sjúkraliði. Hún […]