Sögufélagið verður þátttakandi í bókahátíð í Hörpu um helgina.

Sannkölluð bókahátíð verður í Hörpu um helgina, frá 11 – 17 báða dagana, og auðvitað verður Sögufélagið á staðnum til að bjóða gesti í spjall og kynna útgáfubækur okkar. Þar ber hæst stórvirkið Samfélag eftir máli eftir Harald Sigurðsson sem er fyrsta heildstæða yfirlitið yfir sögu skipulagsmála á Íslandi. Það gerir okkur loksins kleift að […]

Sögukvöld 2. nóvember

Saga LXI – II 2023 kemur út um næstu mánaðamót. Að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 20. Ritstjórar Sögu, Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson kynna efni haustheftisins, þar á meðal ritrýnda grein Skafta Ingimarssonar um Samalas-eldgosið 1257 og fall íslenska goðaveldisins og þýdda grein Alan Mikhail […]

Nýr þáttur af Blöndu

Í síðustu viku kom út nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í þættinum ræðir Katrín Lilja Jónsdóttir við Ragnhildi Hólmgeirsdóttur sagnfræðing á Þjóðskjalasafni Íslands og einn af ritstjórum Yfirréttarins á Íslandi í tilefni af útgáfu þriðja bindisins. Ragnhildur segir hlustendum Blöndu upp og ofan af útgáfunni, heimildaleit og gloppóttum skjalasöfnum og mikilvægi útgáfu þessa […]

Starfsfólk kveður

Gott starfsfólk Sögufélags kveður og haslar sér völl á nýjum vettvangi; Jón Kristinn Einarsson sem hefur verið með okkur í fjölbreyttum verkum Sögufélags er hefja doktorsnám við University of Chicago. Einar Kári Jóhannsson sem bæði sinnti starfi verkefnastjóra og útgáfustjóra hefur hafið störf hjá Benedikt bókaútgáfu. Brynhildur Ingvarsdóttir f.v. framkvæmdastjóri Sögufélagins söðlar um og hverfur […]

Útgáfa: Yfirrétturinn á Íslandi III b. 1716–1732

Sameiginleg útgáfa Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags á þriðja bindi Yfirréttarins á Íslandi lítur dagsins ljós. Í þessu bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1716–1732. Mál sem komu fyrir dóminn voru margvísleg. Tvær konur voru sakaðar um að deyða börn sín í fæðingu og dæmdar til dauða. Sækja varð um náðun til konungs […]

Nýr framkvæmdastjóri Sögufélags

Guðrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sögufélags. Guðrún hefur áður starfað sem sýningastjóri á Þjóðminjasafni Íslands, verkefnastjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni og Benedikt bókaútgáfu sem og JPV forlagi. Guðrún er með MFA Gráðu frá The School of the Art Institute of Chicago, diplómagráðu í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ og er auk þess lærður sjúkraliði. Hún […]

Sögukvöld 18. maí

Saga LXI – I 2023 kemur út núna í maí og að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 18. maí, kl. 20. Fram koma höfundar greina í heftinu: Rósa Magnúsdóttir ræðir um íslenska poppara í austurvegi á síðustu árum kalda stríðsins. Ása Ester Sigurðardóttir ræðir getnaðarvarnarpilluna á Íslandi 1960-1980. Unnur Birna […]

Kristín Svava tekur við Fjöruverðlaunum

Kristín Svava tók á móti Fjöruverðlaununum í 8. mars og notaði tækifærið til þess að impra á mikilvægi skjalasafna í ræðu sinni.  „Gögnin sem geymd eru á skjalasöfnum eins og Borgarskjalasafninu og Þjóðskjalasafninu eru grunnurinn að sameiginlegri sögu okkar, hvort sem hún einkennist af samstöðu eða átökum, og varðveisla þeirra og aðgengi að þeim er […]

Tveir nýir heiðursfélagar

Á aðalfundi Sögufélags í febrúar var tilkynnt um tvo nýja heiðursfélaga: Helga Skúla Kjartansson og Helga Þorláksson. Helgi Skúli Kjartansson er prófessor emeritus í sagnfræði. Hann sat í stjórn Sögufélags 2011–2015 og var um árabil í ritnefnd Sögu. Hann var einnig fulltrúi Sögufélags í ritstjórn skjala landsnefndarinnar fyrri og líka fulltrúi félagsins í ritsjórn skjala […]

Hrafnkell Lárusson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Hrafnkel Lárusson um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Lýðræði í mótun“ og byggir á doktorsritgerð hans frá 2021. Bókin tekur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort – og þá hvaða – áhrif almenningur hafði á þá þróun. Áherslan í þeim efnum er á virkni og þátttöku almennings í […]