Nýr forseti Sögufélags

Lóa Steinunn Kristjánsdóttir er nýr forseti Sögfélags. Lóa er sagnfræðingur og sögukennari og hefur látið til sín taka í félagsmálum tengdum því. Hún var í stjórn og síðar forseti EuroClio, evrópsku sögukennara samtakanna. Í fulltrúaráði Europeana, sem vinnur að því að koma evrópskum menningararfi á stafrænt form og miðla. Þá sat hún lengi í stjórn […]
Ástand Íslands um 1700 er uppseld hjá útgefanda. Önnur prentun væntanleg.

Áhugasamir um bókina hafið endilega samband við Sögufélag til að tryggja sér eintak af hófstilltri 2. útgáfu og sendið tp á sogufelag@sogufelag.is.
Ísland árið 1703: Hvernig var ástandið?

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í tilefni af útgáfu bókarinnar Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi. Málþingið er haldið í Odda 101 laugardaginn 1. febrúar kl. 13:30–16:15 og verður í formi pallborðsumræðna þar sem höfundar kynna framlag sitt í stuttu máli og skiptast á skoðunum við aðra fræðimenn um valda þætti úr bókinni. […]
Aðalfundur Sögufélags 2025

Aðalfundur Sögufélags 2025 verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 18:00 – 19:00 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar3. Kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna4. Önnur mál Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara, sogufelag@sogufelag.is. Forseti skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára í senn og […]
Tvær bækur Sögufélags fá tilnefingu

Sérstaklega ánægjulegur dagur hjá Sögufélagi. Tvær bækur Sögufélags, Ástand Íslands um 1700, ritstjóri Guðmundur Jónsson og Nú blakta rauðir fánar eftir Skafta Ingimarsson fengu tilnefningu hjá Hagþenki. Við leyfum okkur að birta frétt af Mbl.is um tilnenfingarnar allar.
Nýr þáttur af Blöndu

Nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélag var að koma í loftið. Markús Þórhallsson ræðir við Eggert Ágúst Sverrisson um nýútkomna bók hans Drottningin í Dalnum. Markús og Eggert ræða m.a. efnahagsþróun tímabilsins en þar nýtir Eggert hagfærði- og sagnfræðiþekkingu sína með bakgrunn í báðum fögum.
Úthlutað var úr sjóðnum, Gjöf Jóns Sigurðssonar, við hátíðlega athöfn í Smiðju Alþingis

Sex höfundar Sögufélags hlutu verðlaun úr sjónum, Gjöf Jóns Sigurðssonar. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Sjóðurinn er í umsjón Stjórnarráðs Íslands og var stofnfé hans erfðagjöf Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem „lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum“ eins og segir í stofnskrá […]
Tveir nýir þættir af Blöndu

Á síðustu vikum hafa komið út tveir nýir þættir af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í öðrum þeirra er rætt var við Hrafnkel Lárusson um útgáu á verkinu Lýðræði í mótun. Jón Kristinn Einarsson ræddi við Hrafnkel m.a. um vöxt frjálsra félaga og samtaka á árabilinu 1874-1915 og hvernig almenningur, með þátttöku sinni í þeim, setti […]
Nýr þáttur af Blöndu

Nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélag er kominn í loftið. Þar ræðir Ása Ester Sigurðardóttir við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson um bók hans Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948
Sögukvöld 19. nóvember

Saga LXII – II 2024 kemur út á næstu dögum. Að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þriðjudaginn 19. nóvember, kl. 20. Annar af ritstjórum Sögu, Kristín Svava Tómasdóttir, kynnir efni haustheftisins. Aðrir sem fram koma eru höfundar greina í heftinu: Guðmundur J. Guðmundsson segir okkur frá leitinni að fyrstu ljósmyndinni sem […]