Móttaka í Alþingi í tilefni af útkomu Yfirréttarins á Íslandi

Forseti Alþingis Birgir Ármannsson bauð til móttöku í skála Alþingis 31. mars síðastliðin í tilefni af útkomu á öðru bindi Yfirréttarins á Íslandi. Fyrsta bindi kom út árið 2011 og seldist upp. Árið 2019 ákvað Alþingi að styrkja útgáfu á heildarsafni dóma og skjala Yfirréttarins á Íslandi í tíu bindum. Þjóðskjalasafni Íslands og Sögufélagi var […]

Ættarnöfn á Íslandi tilnefnd til FÍT verðlauna

Ættarnöfn á Íslandi hlýtur tilnefningu til verðlauna FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun. Sögufélag óskar hönnuðunum, Arnari&Arnari, og höfundi bókarinnar, Páli Björnssyni, innilega til hamingju.   Þetta er annað árið í röð sem bók gefin út af Sögufélagi er tilnefnd, en árið 2021 hlutu Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir gullverðlaun FÍT fyrir hönnun […]

120 ára afmæli Sögufélags: Öldungur ungur í anda

Sögufélag fagnar 120 ára afmæli þann 7. mars 2022. Félagið var stofnað árið 1902 með það að markmiði að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. Enn í dag er félagið helsti útgefandi rita af þessu tagi og vinnur ötullega að því að auka þekkingu, skilning […]

Aðalfundur og Ættarnöfn

Aðalfundur Sögufélags var haldinn þann 15. febrúar síðastliðinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var fundarstjóri Kristín Svava Tómasdóttir. Skýrslu stjórnar flutti Hrefna Róbertsdóttir forseti, og Helga Maureen Gylfadóttir gjaldkeri lagði fram skoðaða reikninga til samþykktar. Á fundinum voru einnig lagðar fram lagabreytingar sem samþykktar voru samhljóða af fundarmönnum. Ný lög tóku […]

Tvær tilnefningar til Hagþenkis

Til­kynnt var þann 9. febrúar 2022 hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir út­gáfu­árið 2021. Tvær bækur sem tengjast Sögufélagi fengu tilnefniningu til verðlaunanna. Már Jóns­son (rit­stjóri). Gald­ur og guðlast á 17. öld. Dóm­ar og bréf I-II. Umsögn dómnefndar: „Rit sem opn­ar greiða leið að frum­heim­ild­um um galdra­mál […]

Aðalfundur Sögufélags

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn þann 15. febrúar næstkomandi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, kl. 18:00–19:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en einnig verða lagðar fram tillögur að lagabreytingum sem félagsmenn geta kynnt sér hér.   Eftir stutt hlé mun Páll Björnsson flytja erindið „Deilt um ættarnöfn á Íslandi í 170 ár“. Sögufélag gaf út bók Páls […]

Þrjár bækur Sögufélags fá fimm stjörnur í Morgunblaðinu

Björn Bjarnason fór fögrum orðum um Fulltrúa þess besta í bandarískri menningu eftir Hauk Ingvarsson í Morgunblaðinu. Hann sagði meðal annars:  „Að finna þráð til að kynna nýja söguskoðun á trúverðugan hátt, er vandasamt. Að gera það með svo sterkum rökum að ekki sé unnt að hafa nýju kenninguna að engu, krefst mikilla rannsókna, þekkingar og […]