Nýr þáttur af Blöndu

Í síðustu viku kom út nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í þættinum ræðir Katrín Lilja við Kolbein Rastrick sem ritaði grein við forsíðumynd Sögu tímarits Sögufélagsins sem kom út í lok árs 2023. Í greininni, sem er byggð á BA-ritgerð Kolbeins úr kvikmyndafræði, greinir Kolbeinn kvikmyndir sem teknar voru af óeirðunum við Austurvöll […]

Haraldur Sigurðsson flytur fyrirlestur um bók sína Samfélag eftir máli 12. mars kl.19:30

Fyrirlestur á vegum Sögufélags verður haldinn í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8, Haraldur Sigurðsson mun bjóða gestum í samtal og kynna verðlaunabók sína Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. En eins og kunnugt er hlaut Haraldur Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka. Samfélagi eftir máli er stórvirki fjallar um skipulag borgar, […]

Í dag, 8. mars, er Alþjóðabaráttudagur kvenna

Í dag, 8. mars, er Alþjóðabaráttudagur kvenna og af því tilefni tekur Sögufélag þátt og býðir stórvirkið Konur sem kjósa – Aldarsaga: á tilboðsverði, kr. 2.500.- Hér finnur þú allt um bókina og tilboð hennar

Aðalfundur Sögufélags 2024

Aðalfundur Sögufélags 2024 verður haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 18 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar3. Kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna4. Önnur mál Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara. Forseti skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára í senn og má endurkjósa hann […]

Nýr þáttur af Blöndu

Handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Haraldur Sigurðsson, var boðið í spjall við Einar Kára Jóhannsson um verðlaunabók sína, Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. Af mörgu var að taka enda efni bókarinnar víðfeðmt og byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu höfundar og reynslu.

Samfélag eftir máli hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023

Bók Haraldar Sigurssonar, Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi, sem Sögufélag gaf út nú á haustmánuðum hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Umsögn dómnefndar: Ritið byggir á langri og ítarlegri rannsóknarvinnu höfundar, framsetningin er aðgengileg og textinn einkar lipur. Skipulagsfræðin eru sett í samhengi við […]

Bóksalar völdu bestu fræðibók ársins 2023

Andlit til sýnis var valin besta fræðibókin 2023 af bóksölum.Bókin er „…frumleg, áleitin og firnavel skrifuð bók um kerfið sem flokkar fólk á jörðinni í kynþætti og skipar sumum innan garðs en öðrum utan hringsins. Okkur er sögð nöturleg saga af því þegar hvítleikinn og kynþátturinn gera suma að þrælum, fríkum og rannsóknarviðföngum en aðra […]

Nýr þáttur af Blöndu

Nú í desember var rætt við Kristínu Loftsdóttur um nýútkomna bók hennar Andlit til sýnis. Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu. Lengi vel var litið á Ísland og Íslendinga sem á einhvern hátt utan við umheiminn og aðskilda frá heimsvalda- og nýlendstefnu. Frásögn Kristínar Loftsdóttur í bókinni Andlit til sýnis beinir sjónum að samtengdum heimi sem […]

Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna

Sólin skín víðar en á Kanrí! Andlit til sýnis. Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu eftir Kristínu Loftsdóttur var í gær tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Samstarf við góða höfunda skapar tækifæri til að gefa út góðar bækur, eftirtektarverðar og fallegar.

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Bók án hliðstæðu var sagt um bók Haraldar Sigurðssonar, Samfélag eftir máli. Við hjá Sögufélaginu deilum þeirri sýn og gleðjumst yfir tilnefningu bókarinnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Eiguleg bók og falleg til gjafa. Hér er hægt að versla bókina hjá Sögufélaginu