Tvær bækur Sögufélags fá tilnefingu

Sérstaklega ánægjulegur dagur hjá Sögufélagi. Tvær bækur Sögufélags, Ástand Íslands um 1700, ritstjóri Guðmundur Jónsson og Nú blakta rauðir fánar eftir Skafta Ingimarsson fengu tilnefningu hjá Hagþenki. Við leyfum okkur að birta frétt af Mbl.is um tilnenfingarnar allar.
Nýr þáttur af Blöndu

Nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélag var að koma í loftið. Markús Þórhallsson ræðir við Eggert Ágúst Sverrisson um nýútkomna bók hans Drottningin í Dalnum. Markús og Eggert ræða m.a. efnahagsþróun tímabilsins en þar nýtir Eggert hagfærði- og sagnfræðiþekkingu sína með bakgrunn í báðum fögum.
Úthlutað var úr sjóðnum, Gjöf Jóns Sigurðssonar, við hátíðlega athöfn í Smiðju Alþingis

Sex höfundar Sögufélags hlutu verðlaun úr sjónum, Gjöf Jóns Sigurðssonar. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Sjóðurinn er í umsjón Stjórnarráðs Íslands og var stofnfé hans erfðagjöf Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem „lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum“ eins og segir í stofnskrá […]
Tveir nýir þættir af Blöndu

Á síðustu vikum hafa komið út tveir nýir þættir af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í öðrum þeirra er rætt var við Hrafnkel Lárusson um útgáu á verkinu Lýðræði í mótun. Jón Kristinn Einarsson ræddi við Hrafnkel m.a. um vöxt frjálsra félaga og samtaka á árabilinu 1874-1915 og hvernig almenningur, með þátttöku sinni í þeim, setti […]
Nýr þáttur af Blöndu

Nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélag er kominn í loftið. Þar ræðir Ása Ester Sigurðardóttir við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson um bók hans Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948
Sögukvöld 19. nóvember

Saga LXII – II 2024 kemur út á næstu dögum. Að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þriðjudaginn 19. nóvember, kl. 20. Annar af ritstjórum Sögu, Kristín Svava Tómasdóttir, kynnir efni haustheftisins. Aðrir sem fram koma eru höfundar greina í heftinu: Guðmundur J. Guðmundsson segir okkur frá leitinni að fyrstu ljósmyndinni sem […]
Bókahátíð í Hörpu 16. og 17. nóvember

Við verðum í Hörpu um helgina með okkar áhugaverðu og spennandi bækur. Komið og kíkið á okkur. Það verða sérstök tilboðsverð en hátíð í gangi.
Lokað verður hjá Sögufélagi dagana 14. – 18. október nk.

Hvað er næst á dagskrá hjá Sögufélagi?

Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl IV. bindi 1733–1741 verða til umfjöllunar á réttarsögumálstofu á Lagadaginn 2024 á morgun, 27. nóvember þar sem útgáfu bókarinn verður fagnað. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til réttarsögumálstofu sem helguð verður Yfirréttinum á Íslandi sem starfaði á árunum 1563-1800. Málstofnan er í samstarfi við Sögufélag og […]
Skemmtilegt útgáfuhóf í Gunnarshúsi!

Það var gleði og margt um manninn sídegis í gær þegar bókin Ástand Íslands í kringum 1700. Lífshættir í bændasamfélagi var kynnt. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála heiðraði samkomuna með nærveru sinni og opnaði nýjan vef, Gagnagrunn um samfélagsgerð Íslands 1703 (GUS-1703), sem unnin var í tengslum við útgáfu bókarinnar. Á FB síðu okkar má sjá fleiri […]