Við fögnum útgáfu bókarinnar, Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi.
Sögufélag blæs til útgáfuhófs 25. september kl. 16 í Gunnarshúsi. Hvernig var að búa á gamla Íslandi, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna? Árið 1702 sendi Danakonungur rannsóknarnefnd til Íslands til að gera úttekt á ástandi lands og þjóðar. Nefndin tók saman manntal, kvikfjártal og jarðabók, sem veita einstaklega nákvæmar upplýsingar um lífskjör Íslendinga. […]
Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Blásið til útgáfuhófs 11. september kl. 17
Tilefnið er útgáfa bókar sagnfræðingsins og íþróttafréttamannsins, Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar. Ritstjóri bókarinnar, Rósa Magnúsdóttir prófessor, segir frá aðkomu sinni að bókinni og síðan mun höfundurinn kynna bók sína og lesa úr henni. Sumarólympíuleikarnir í London árið 1948 voru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Vegna seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu ekki verið haldnir Ólympíuleikar í 12 ár, en […]
Útgáfuhóf 3. september kl. 17.
Hjá Sögufélagi, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík Sögufélagið blæs til útgáfuhófs af ærnu tilefni. Tvöfalt útgáfuhóf í tilefni útgáfu bóka sagnfræðinganna Hrafnkels Lárussonar & Skafta Ingimarssonar. Ritstjórar bókanna segja frá aðkomu sinni að viðkomandi bók og síðan munu höfundar kynna sína bók og lesa úr henni. Í bók sinni Lýðræðið í mótun fjallar Hrafnkell Lárusson um […]
Sumarfrí
Skrifstofa Sögufélags er lokuð vegna sumarfría. Við mætum galvösk á ný þriðjudaginn 13. ágúst n.k.
Nýr þáttur af Blöndu
Í síðustu viku kom út nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í þættinum ræðir Katrín Lilja við Kolbein Rastrick sem ritaði grein við forsíðumynd Sögu tímarits Sögufélagsins sem kom út í lok árs 2023. Í greininni, sem er byggð á BA-ritgerð Kolbeins úr kvikmyndafræði, greinir Kolbeinn kvikmyndir sem teknar voru af óeirðunum við Austurvöll […]
Haraldur Sigurðsson flytur fyrirlestur um bók sína Samfélag eftir máli 12. mars kl.19:30
Fyrirlestur á vegum Sögufélags verður haldinn í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8, Haraldur Sigurðsson mun bjóða gestum í samtal og kynna verðlaunabók sína Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. En eins og kunnugt er hlaut Haraldur Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka. Samfélagi eftir máli er stórvirki fjallar um skipulag borgar, […]
Í dag, 8. mars, er Alþjóðabaráttudagur kvenna
Í dag, 8. mars, er Alþjóðabaráttudagur kvenna og af því tilefni tekur Sögufélag þátt og býðir stórvirkið Konur sem kjósa – Aldarsaga: á tilboðsverði, kr. 2.500.- Hér finnur þú allt um bókina og tilboð hennar
Aðalfundur Sögufélags 2024
Aðalfundur Sögufélags 2024 verður haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 18 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar3. Kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna4. Önnur mál Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara. Forseti skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára í senn og má endurkjósa hann […]
Nýr þáttur af Blöndu
Handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Haraldur Sigurðsson, var boðið í spjall við Einar Kára Jóhannsson um verðlaunabók sína, Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. Af mörgu var að taka enda efni bókarinnar víðfeðmt og byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu höfundar og reynslu.
Samfélag eftir máli hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023
Bók Haraldar Sigurssonar, Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi, sem Sögufélag gaf út nú á haustmánuðum hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Umsögn dómnefndar: Ritið byggir á langri og ítarlegri rannsóknarvinnu höfundar, framsetningin er aðgengileg og textinn einkar lipur. Skipulagsfræðin eru sett í samhengi við […]