Jón Karl Helgason

Jón Karl Helgason (f. 1965) er prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf í samanburðarbókmenntum frá Massachusetts-háskóla og hafa helstu viðfangsefni á undanförnum árum verið endurritanir íslenskra fornrita, menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu, íslenskar sögusagnir og einsögur byggðar á persónulegum heimildum. Bækur eftir höfund Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga

Jón Þ. Þór

Jón Þ. Þór (f. 1944) er í hópi afkastamestu sagnfræðinga á Íslandi og er prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Gautaborgarháskóla og fjallaði doktorsritgerð hans um breska togara á Íslandsmiðum á árunum 1919-1976.  Bækur eftir höfund Heimsstyrjöldin síðari

Vilhelm Vilhelmsson

Vilhelm Vilhelmsson (f. 1980) er forstöðumaður rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á norðurlandi vestra. Vilhelm er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands og fjallaði doktorsritgerð hans um vistarband á Íslandi á 19. öld. Hann hefur einnig lagt fyrir sig rannsóknir á sögu íslenskra vesturfara og aðlögun þeirra að kanadísku samfélagi í lok 19. aldar ásamt hugmynda- og […]

Sigurjón Björnsson

Sigurjón Björnsson (f. 1926) var prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands árin 1971-1994. Hann hefur gefið út fjölda rita um sálfræði, bæði frumsamin og þýdd, en síðustu ár hefur hann einna helst starfað við þýðingar. Sögufélag hefur gefið út tvær þýðingar Sigurjóns á forn-grískum sagnfræðiritum: Sögu Pelópseyjarstríðsins eftir Þúkýdídes og Helleníku eftir Xenófón.    Bækur eftir höfund Helleníka

Páll Björnsson

Páll Björnsson (f. 1961) er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Háskólann á Akureyri. Hann er með doktorspróf frá Rochesterháskóla í Bandaríkjunum og hafa rannsóknir hans verið á sviði nútímasögu. Árið 2011 gaf Sögufélag út bókina Jón forseti allur? eftir Pál sem fjallar um það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar frá andláti hans árið […]

Sverrir Jakobsson

Sverrir Jakobsson (f. 1970) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknasvið Sverris hefur einkum verið íslensk miðaldasaga en doktorsritgerð hans fjallaði um heimsmynd Íslendinga og íslenskt þjóðerni á miðöldum. Sverrir sat í stjórn Sögufélags, fyrst sem varamaður en svo meðstjórnandi, á árunum 2011-2017.   Bækur eftir höfund Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281

Helgi Skúli Kjartansson

Helgi Skúli Kjartansson (f. 1949) er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag. prófi í sagnfræði frá HÍ árið 1976 en stundar nú doktorsnám í íslenskum bókmenntum við sama skóla. Rannsóknasvið Helga er fjölbreytt og spannar allt frá landnámi Íslands til vesturferða og sögu Íslands á 20. öld. Í gegnum tíðina […]

Axel Kristinsson

Axel Kristinsson (f. 1959) er sagnfræðingur (Cand. mag.) frá Háskóla Íslands. Hann er sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna. Stórsaga (e. macrohistory) er honum sérstaklega hugleikin og hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um sagnfræði. Bækur eftir höfund Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands

Kristín Svava Tómasdóttir

Kristín Svava Tómasdóttir (f. 1985) er sagnfræðingur (MA) frá Háskóla Íslands. Hún hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur og eina fræðibók, Stund klámsins, sem kom út hjá Sögufélagi 2018 og hlaut Viðurkenningu Hagþenkis það árið. Kristín Svava er jafnframt einn tveggja ritstjóra Sögu – tímarits Sögufélags. Bækur eftir höfund Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum […]

Már Jónsson

Már Jónsson er fæddur árið 1959. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og lauk cand.mag.-prófi haustið 1985. Jafnframt stundaði hann nám í Björgvin og París. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Næstu árin var hann við rannsóknir í Bandaríkjunum og Danmörku en var ráðinn lektor í […]