Nú fer að styttast í að hausthefti Sögu komi út og því hefur Sögufélag ákveðið að bjóða upp á sérstakt inngöngutilboð fyrir nýja áskrifendur að Sögu.
Í því felst að þeir sem gerast áskrifendur að Sögu, og þar af leiðandi meðlimir í Sögufélagi, fá fyrsta eintakið af Sögu frítt og býðst að eignast eina af eftifarandi bókum Sögufélags sér að kostnaðarlausu:
- Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918
- Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands
- Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar
- Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi
- Frjálst og fullvalda ríki. Ísland 1918-2018
- Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar
- Á hjara veraldar. Saga norræna manna á Grænlandi
- Fyrstu forsetarnir. Embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld
- Saga Pelópeyjarstríðsins
- Ísland. Ferðasaga frá 17. öld
Nýttu þér einstakt tækifæri til að slást í hóp áhugamanna um sögu og eignast í leiðinni góða bók fyrir haustlægðirnar.
Sendu okkur línu á sogufelag@sogufelag.000web.site ef þú vilt ganga í Sögufélag og fá glæsilega bókagjöf og hausthefti Sögu þér að kostnaðarlausu. Tilboðið gildir í október.