Í fjórða þætti Blöndu er brugðið út af vananum og haldið út úr hljóðverinu. Höfundar bókarinnar Konur sem kjósa, Erla Hulda, Kristín Svava og Ragnheiður fara með hlustendur í kvennagöngu um miðbæ Reykjavíkur, þar sem við fylgjum þeim í gegnum sögu kvennabaráttu á tuttugustu öld.
Kvennakórnum Kötlu og stjórnendum hans Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur eru færðar þakkir fyrir afnot af laginu Áfram stelpur í útsetningu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.