8.900kr.
Undir lok 19. aldar kviknaði umræða um mikilvægi þess að koma á fót heimilisiðnaði á Íslandi. Með iðnbyltingunni tóku vélar og verksmiðjur við framleiðslu gamla sveitasamfélagsins og í breyttum heimi þurfti að endurskilgreina hugmyndir um hefðbundið handverk. Talsmenn heimilisiðnaðar litu þá til norrænna fyrirmynda og upp úr þeim jarðvegi spratt Heimilisiðnaðarfélag Íslands.
Hér er sögð aldarsaga Heimilisiðnaðarfélagsins 1913–2013. Í henni endurspeglast hvernig félagið hefur þróast í takt við samfélagsbreytingar með fjölbreyttu starfi: námskeiðum, norrænu samstarfi, útgáfustarfsemi og verslunarrekstri.
Ávarp formanns Heimilisiðnaðarfélags Íslands
Aðfaraorð höfundar
– Inngangur –
Hvers konar saga?
Skipulag efnis
Um heimildirnar
– Veganesti –
Skilgreiningar og hugtök
Frjósamar hugleiðingar
Arfleifð
– 1890–1913 Baksvið og stofnun félags –
Nýtt hugtak
Grein af fjölþjóðlegri hreyfingu
Umræða um heimilisiðnað
Aðdragandi að stofnun félags
Fundur í Báruhúsinu
Að efla þjóðlegan heimilisiðnað
– 1914–1920 Áform og áskoranir –
Sveitasamfélag, ófriður og þjóðlyndi
Fyrstu námskeiðin
Styrjaldarár
Hjálp til sjálfshjálpar
Vinnustofa
Samband íslenskra heimilisiðnaðarfélaga
Heimilisiðnaðarráðunautur
Að búa að sínu
Annir og fastir liðir
– 1921–1930 Framfarir, þjóðlyndi og sýningar –
Hlutverk heimila breytist
Iðnsýningar kynntar
Almenn heimilisiðnaðarsýning
Tekist á um sjónarmið
Bylting á aðalfundi
Landssýning
Annir og fastir liðir
– 1931–1950 Bjargráð í saumsporum –
Hvaðan stendur á okkur veðrið?
Saumanámskeið
Ekki varð aftur snúið
Borgaralegt þjóðlyndi
Annir og fastir liðir
– 1951–1970 Á öld hraðans –
Allt er betra en stöðnun
Gagngerar breytingar
Heimilisiðnaður eða tómstundagaman
Námskeið á nýjan leik
Annir og fastir liðir
– 1971–1990 Velgengni og ögrandi úrlausnarefni –
Framkvæmdahugur
Útrás
Blikur á lofti og blákaldur veruleiki
Áætlun um eflingu smáiðnaðar
Heimilisiðnaðarskóli
Samstarfsnefnd um íslenska þjóðbúninga
Annir og fastir liðir
– 1991–2006 Rýnt í sjálfsmynd og sögulega stöðu –
Kall tímans
Breytingar liggja í loftinu
Nefnd um eflingu heimilisiðnaðar
Hönnun
Samtal við Handverk
Hamskipti eða hvað?
Erfið skref
Skólinn
Þjóðbúningar og endurreisn faldbúnings
Annir og fastir liðir
– 2007–2013 Framtíðin milli handanna –
Það er eitthvað yfirvofandi
Nýtt heimili
Samstarf við söfn
Hrunið 2008
Skólinn í Nethyl
Annir og fastir liðir
– Lokaorð –
Litið í snjallsíma árið 2013
Spurningar og svör
Summary
Viðaukar
ásamt skrá yfir stofnfélaga
Lög Heimilisiðnaðarfélags Íslands 2009
1913–2013
Íslands
1927–2010
Heimildir
Myndir
Nöfn og efnisorð
Áslaug Sverrisdóttir fæddist í Reykjavík árið 1940. Hún lauk prófi frá kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands með viðkomu í University of St Andrews, Skotlandi. Hún hefur starfað sem safnvörður við munadeild Árbæjarsafns og stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarskólann. Þá hefur hún ritað fjölda greina í bækur og tímarit.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.