Páll Björnsson (f. 1961) er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Háskólann á Akureyri. Hann er með doktorspróf frá Rochesterháskóla í Bandaríkjunum og hafa rannsóknir hans verið á sviði nútímasögu. Árið 2011 gaf Sögufélag út bókina Jón forseti allur? eftir Pál sem fjallar um það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar frá andláti hans árið 1879. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og rita almenns efnis fyrir árið 2011. Páll var ritstjóri Sögu árin 2003-2008.