Höfundur
Davíð Ólafsson og Arndís S. Árnadóttir
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2025
ISBN
978-9935-466-47-1
Blaðsíðufjöldi
406
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Hjálmtýr Heiðdal
Tegund
Unavailable

Mynd & hand. Skólasaga 1939-1999

Davíð Ólafsson og Arndís S. Árnadóttir

Original price was: 8.990kr..Current price is: 6.990kr..

Bókin segir sextíu ára sögu Myndlista- og handíðaskóla Íslands, allt frá því að hann hóf að starfa í fjórum geymsluherbergjum í kjallara við Hverfisgötu árið 1939 undir nafninu Handíðaskólinn og þar til hann var lagður niður samhliða stofnun Listaháskóla Íslands árið 1999.

Þegar Lúðvíg Guðmundsson stofnaði Handíðaskólann var hugsjón hans að auka verklegt nám í barnaskólum fyrir bæði pilta og stúlkur og varðveita þannig og miðla verkkunnáttu sem hann taldi að væri á undanhaldi.

Smám saman varð hlutverk skólans fjölbreyttara og lengi vel má segja að hann hafi verið margir skólar í einum. Þar hlutu kennarar menntun í handíðum og myndlist og þar sótti fjöldi barna og fullorðinna námskeið í öllu frá bókbandi og leðurvinnu til ljósmyndunar og auglýsingateiknunar. Á tímabili menntaði hann verðandi bændur og veitti fötluðum unglingum kennslu í verklegum greinum.

Síðast en ekki síst varð hann  fyrsti myndlistaskóli landsins til að starfrækja dagdeild. Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar lærðu og kenndu við skólann og þegar á leið var hann í framvarðasveit skapandi lista í landinu.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.