Það fer vel á því að ræða um mótun lýðræðis á 80 afmælisári lýðveldisins. Nýr þáttur að Blöndu kominn í loftið. Jón Kristinn Einarsson og Hrafnkel Lárusson spjalla um bók Hrafnkels, Lýðræði í mótun.
Þar spjalla þeir um vöxt frjálsra félaga og samtaka á árabilinu 1874-1915 og hvernig almenningur, með þátttöku sinni í þeim, setti mark sitt á íslenska samfélags- og lýðræðisþróun. Hvernig breytingar á hugsun venjulegs fólks urðu á tímabilinu, hvernig það efldist af þrótti í félagslegu tilliti, stofnaði félög, ræddi saman um áhugamál sín og vandamál, en lenti líka í deilum við aðra í kringum sig, jafnvel málaferlum, og hvernig félagsstarfið varð til þess að móta og þjálfa lýðræðislega undirstöðu fyrir þátttöku venjulegs fólks í samfélaginu, ekki síst þegar formlegum réttindum var náð þegar líða tók á 20. öld.
Mynd af höfundi fengin að láni af FB síðu Borgarbókasafnsins