8.900kr.
Hvernig var að búa á gamla Íslandi, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna? Í bókinni eru kynntar nýjar rannsóknir á íslenska bændasamfélaginu í upphafi 18. aldar og rætt um hugmyndir fræðimanna um það.
Árið 1702 sendi Danakonungur rannsóknarnefnd til Íslands til að gera úttekt á ástandi lands og þjóðar. Nefndin tók saman manntal, kvikfjártal og jarðabók, sem veita einstaklega nákvæmar upplýsingar um lífskjör Íslendinga. Fjölskyldur og heimili, byggð og búsvæði, jarðaskipan og ólík húsakynni fólks birtast ljóslifandi í þessum heimildum. Lýst er stöðu og hag ólíkra stétta og hópa allt frá höfðingjum til lausingja og ómaga. Eignarhald á jörðum er kannað og leitaði svara við spurningunni: Hverjir áttu Ísland?
Formáli
Viðfangsefni og fræðileg sjónarhorn
Bændur og bændasamfélag
Hvernig var umhorfs á Íslandi í byrjun 18. aldar?
Veikburða ríkisvald
Efnisskipan bókar
Heimildir og úrvinnsla þeirra
Gagnagrunnur um samfélagsgerð á Íslandi 1702–1714
Hallæri í Evrópu í lok 17. aldar
Hafís og harðindi
Heklugos og áhrif loftslagsbreytinga
Skert lífsbjörg og hungurdauði
Fólksflótti, byggðaeyðing og félagsleg upplausn
Viðbrögð yfirvalda
Niðurstöður
Inngangur
Mannfjöldi og samsetning hans á tímum harðinda
Fátækt og fátækraframfærsla í upphafi 18. aldar
Fjölskyldur og heimili í upphafi 18. aldar
Lífshlaup og æviskeið á tímum harðinda
Niðurstöður
Um byggð og byggðasögu
Skipting landsins í búsvæði
Niðurstöður
Jarðaskipan: framandi og kunnugleg í senn
Lögbýlin
Hjáleigurnar
Niðurstöður
Átök um eignir og völd
Hverjir áttu Ísland? Jarðeignaskipting um 1700
Konungsjarðir
Jarðir í eigu kirkjulegra stofnana
Einkaeignir
Samanburður við Norðurlönd
Ójöfn eignadreifing í alþjóðlegum samanburði
Niðurstöður
Inngangur
Lagaleg staða höfuðbóla og heimildir um þau
Höfuðból og útjarðir á Íslandi 1703
Höfuðból og leiguból
Stærð og lega höfuðbóla
Niðurstöður og umræða
Stands persónur og almúgi
Stéttaskipting
Karlar, konur og feðraveldið
Niðurstöður
Leigumáli
Kvartanir almúga og tilraunir til breytinga
Tillögur jarðabókarnefndar til umbóta og viðnám gegn þeim
Hversu frjáls var íslenski leiguliðinn?
Niðurstöður
Hjáleigubændur
Þurrabúðarmenn
Húsmenn
Lausamenn og lausingjar
Niðurstöður
English summary
Um höfunda
TÖFLUVIÐAUKI
SKRÁR:
Heimildaskrá
Töfluskrá
Myndritaskrá
Kortaskrá
Myndaskrá
Mannanafnaskrá
Staðanafnaskrá
Efnisorðaskrá
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.