8.900kr.
Lýðræði í mótun leitast við að skýra hvernig vöxtur félagastarfs og almennari þátttaka í því hafði áhrif á lýðræðisþróun á Íslandi á árabilinu 1874–1915. Áhersla er lögð á virkni og þátttöku almennings í starfi félaga og félagshreyfinga sem studdu með beinum eða óbeinum hætti við eflingu og þróun lýðræðis. Við greiningu er reynt að varpa ljósi á afstöðu almennings gagnvart lýðræðisstofnunum og kjörnum fulltrúum en einnig er tekið tillit til annarra áhrifaþátta, s.s. þróunar menntunar á tímabilinu, búsetu- og atvinnubreytinga og valdaafstæðna í nærsamfélögum.
Í bókinni er sýnt fram á afgerandi þátt félagastarfs við að breyta samfélagsgerð og menningu. Að þróa íslenskt samfélag frá sveitasamfélagi 19. aldar til nútímasamfélags 20. aldar. Við sögu koma bæði þekktir og lítt þekktir einstaklingar. Almenningur var ekki einungis viðfang ráðandi afla heldur þátttakandi í að skapa áherslur og innleiða ný umfjöllunarefni í stjórnmálum. Bókin byggir á yfirgripsmikilli heimildavinnu, einkum á skjölum og útgefnum heimildum frá rannsóknartímanum, og leiðir því fram margt sem ekki hefur áður birst nútímalesendum.
Inngangur
Rannsóknin
Samhengi við fyrri rannsóknir
Aðferðir, kenningar og lykilhugtök
Heimildir: val, framsetning og túlkun
Lýðræði, samfélagsgerð og fjölmiðlun
Lýðræðisþróun: ferð án enda?
Íhaldsmenn, frjálslyndir og „fólkið“
Kosningaréttur og kjörgengi
Kynjahlutverk, aðgreining og menntun
Félagsleg aðgreining og áhrif embættismanna
Fræðsla og menntun
Útgáfa: þjóðmálablöð, tímarit og sveitarblöð
Breytingar á íslenskri blaðaútgáfu eftir 1874
Prentað efni og handskrifað: dreifing og viðtökur
Almenningur, heimilin og almannarými
Almannarýmið: félög og félagshreyfingar
Félagastarf um miðja 19. öld
Uppgangur félaga undir lok 19. aldar
Samspil félagshreyfinga og lýðræðisþróunar
Upphaf íslenskra félagshreyfinga
Nærsamfélög: menning, vald og ritvæðing
Heimilin: menning og húsbóndavald
Lestrarfélög og ritvæðing almennings
Almenningur, lýðræði og valdaafstæður
Kjörnir fulltrúar og aðkoma almennings
Leiksvið lýðræðis: frásagnir sjónarvotta á kjörfundum
Viðfangsefni og áhugasvið: „stórpólitík“ og önnur samfélagsmál
Almannarými og nútímavæðing
Fráhvarf frá dyggðum og andstaða við vald
Austurland: samfélag, lýðræðisþróun, félög og fjölmiðlun
Búsetuþróun, atvinnuhættir, menntun og menning
Vaxandi þéttbýli og bættar samgöngur
Vesturferðir, landbúnaður og vinnufólk
Menntun og menning um aldamótin
Félagsleg aðgreining og valdaafstæður í nærsamfélögum
Félagslegur hreyfanleiki: möguleikar og hindranir
Valdaafstæður og félagslegt tengslanet í nærsamfélögum
Ráðgjafar almennings og átök í kjölfar lýðræðisumbóta
Áhrif þjóðmálablaða á austfirskt almannarými
Austfirsk þjóðmálablöð
Opinber skoðanaskipti og félagslegt stigveldi
Speglar samfélagslegrar togstreitu: búseta, atvinna og samfélagsstaða
Þjóðmálablöð og lýðræðisþróun: efling opinberra skoðanaskipta
Félagastarf: tegundir félaga, áherslur og þátttaka
Austfirskt félagastarf fram til 1874
Búnaðarfélög
Lestrarfélög
Bindindisfélög og stúkur
Kvenfélög
Málfundafélög, sveitar- og félagsblöð
Félagastarf: framtak, viðhorf og væntingar
Niðurstöður
Eftirmáli og þakkir
Summary
Myndaskrá
Heimildaskrá
Nöfn og efnisorð
Hrafnkell Lárusson er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands og starfar nú sem nýdoktor við sama skóla. Lýðræði í mótun er önnur fræðibókin sem Hrafnkell er höfundur af, en árið 2006 gaf Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands út bók hans Í óræðri samtíð með óvissa framtíð: Íslensk sveitarblöð og samfélagsbreytingar um aldamótin 1900. Hrafnkell hefur auk þess sent frá sér fjölda fræðigreina og ritstýrt fræðilegum greinasöfnum. Árið 2014 gaf Hrafnkell út ljóðabókin Ég leitaði einskis … og fann.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.