9.900kr.
Í þessu fjórða bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1733–1741. Málin sem komu fyrir réttinn voru að venju af ýmsum toga en undirliggjandi í mörgum þeirra eru ásakanir um afglöp eða yfirgang sýslumanna í starfi. Í sumum tilfellum lá áralöng óvild að baki málaferlunum en stundum reið ógæfan yfir fyrirvaralaust, líkt og í manndrápsmáli Ásmundar Þórðarsonar úr Skagafjarðarsýslu. Stjúpfaðir og stjúpdóttir voru sótt til saka fyrir barneignarbrot í Dalasýslu, virtur maður í Húnavatnssýslu hafðist sumarlangt við í skemmu eftir að hafa verið meinað um ábúð á eignarjörð sinni og annar ungur maður í sömu sýslu var gerður arflaus fyrir leti. Áfrýjunarferli margra þessara dómsmála til Yfirréttarins var óhefðbundin og starfssemi réttarins tók ýmsum breytingum á þessum árum. Alþingi styrkti útgáfuna.
Inngangur
Yfirréttarmál
– Anno 1734. Dómsmenn í yfirrétti 1734
– Anno 1734. Umboð séra Bjarna Jónssonar til Markúsar Bergssonar
– Anno 1735. Ormur Daðason gegn erfingjum Benedikts Þorsteinssonar. Stefna vegna erfðamáls í kjölfar sjálfsvígs
– Anno 1735. Markús Bergsson og séra Bjarni Jónsson gegn Snæbirni Pálssyni. Rykkilínsmálið
– Anno 1737. Dómsmenn í yfirrétti 1737
– Anno 1737. Jón O. Hjaltalín gegn erfingjum Benedikts Þorsteinssonar, Ormi Daðasyni, átta meðdómsmönnum og Kristínu Bjarnadóttur. Sifjaspellamál Kristínar Bjarnadóttur
– Anno 1739. Dómsmenn í yfirrétti 1739
– Anno 1739. Bjarni Nikulásson og Eyvindur Jónsson gegn Magnúsi Gíslasyni og séra Einari Hálfdánarsyni. Orðamál Eyvindar Jónssonar
– Anno 1739. Jón O. Hjaltalín gegn Magnúsi Gíslasyni. Ólögmæt færsla í dómabók
– Anno 1740. Skúli Magnússon gegn Ásmundi Þórðarsyni og Hans Becker. Manndrápsmál Ásmundar Þórðarsonar
– Anno 1740. Jóhann Gottrup gegn Bjarna Halldórssyni og séra Hannesi Sigurðssyni. Giljármál
– Anno 1740. Sigmundur Þorvarðsson gegn Bjarna Halldórssyni. Réttarneitunarmál Bjarna Halldórssonar
– Anno 1741. Sigmundur Þorvarðsson gegn Bjarna Halldórssyni. Réttarneitunarmál Bjarna Halldórssonar
– Anno 1741. Einar Magnússon gegn Bjarna Halldórssyni, Skúla Magnússyni og Jóhanni Gottrup. Giljármál
Íslenskt réttarfar. Meðferð dómsmála sem tengd voru yfirréttinum
– Anno 1731–1732. Sifjaspellamál Kristínar Bjarnadóttur og Ketils Bjarnasonar
– Anno 1739–1740. Giljármál
– Anno 1739–1740. Réttarneitunarmál Bjarna Halldórssonar
– Aðdragandi konungsbréfs um forsæti í yfirréttinum í forföllum amtmanns 1733–1734
– Yfirréttur í Alþingisbókum og fleiri heimildum 1733–1741
– Heimildaskrá og tilvitnuð rit
– Orðalisti
– Formáli að skrám
– Mannanafnaskrá
– Staðanafnaskrá
– Atriðisorðaskrá
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.