Saga LXI – II 2023 kemur út um næstu mánaðamót. Að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 20.
Ritstjórar Sögu, Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson kynna efni haustheftisins, þar á meðal ritrýnda grein Skafta Ingimarssonar um Samalas-eldgosið 1257 og fall íslenska goðaveldisins og þýdda grein Alan Mikhail um áhrif Skaftárelda á Tyrkland Ottómanveldisins.
Aðrir sem fram koma eru höfundar greina í heftinu:
Guðmundur Jónsson ræðir um hungursneyðir og mannfall á Íslandi á átjándu og nítjándu öld og ber saman áföll í kjölfar þeirra og við hin Norðurlöndin.
Haukur Ingvarsson ræðir um þrjá menntamenn sem gagnrýndu Sovétríkin opinberlega á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og setur í alþjóðlegt samhengi kalda menningarstríðsins.
Laufey Axelsdóttir og Þorgerður J. Einarsdóttir ræða athafna- og frumkvöðlastarfsemi íslenskra kvenna með hliðsjón af tveimur athafnakonum á sviði textíls.
Léttar veitingar í boði og öll velkomin!