Skafti Ingimarsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Skafta Ingimarsson um útgáfu bókar sem byggir á doktorsritgerð hans „Íslenskir kommúnistar og sósíalistar: Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918–1968“.
 
Rannsókn Skafta beinist að skipulagi og daglegu starfi kommúnista og sósíalista, ólíkt fyrri rannsóknum sem hafa lagt áherslu á tengsl við sovésk stjórnvöld. Stefnt er að útgáfu á árinu 2022.
 
Bókin verður ánægjuleg viðbót við fjölbreytta útgáfu Sögufélags.