Í áttunda þætti Blöndu fáum við til okkar Svein Mána Jóhannesson sagnfræðing. Umræðuefnið er doktorsritgerð hans, sem hann varði við Cambridge-háskóla árið 2018. Hún fjallaði um ríkisþróun í Bandaríkjunum á fyrri hluti nítjándu aldar og ber heitið "The Scientific-Military State, Science and the Making of American Government, 1776-1855". Sveinn færir þar rök fyrir því að bandarískir ráðamenn hafi nýtt sér vísindi og tækni við uppbyggingu alríkisins í ríkara mæli en áður hefur verið talið.