Safn til sögu Reykjavíkur flytur grundvallarheimildir um sögu Reykjavíkurborgar. Fyrsta bindi: Kaupstaður í hálfa öld, hefur að geyma helstu réttindaskjöl kaupstaðarins frá 1786 til 1836, úttektir á húsum, úthlutun lóða, allar fundargerðir borgarfunda og borgarabréf. Þar greinir frá upphafi bæjarstjórnar og mörgu öðru sem kaupstaðinn varðar. Bókin er prýdd 46 Reykjavíkurmyndum frá tímabilinu, sem um er fjallað. Hér eru raktir mikilvægir þættir í upphafssögu íslenska höfuðstaðarins og íslenska ríkisins. Bókin er ómissandi öllum, sem láta sig varða íslenska sjálfstæðisbaráttu, verslunar- og málsögu.
Ekki til á lager
Safn til sögu Reykjavíkur flytur grundvallarheimildir um sögu Reykjavíkurborgar. Fyrsta bindi: Kaupstaður í hálfa öld, hefur að geyma helstu réttindaskjöl kaupstaðarins frá 1786 til 1836, úttektir á húsum, úthlutun lóða, allar fundargerðir borgarfunda og borgarabréf. Þar greinir frá upphafi bæjarstjórnar og mörgu öðru sem kaupstaðinn varðar. Bókin er prýdd 46 Reykjavíkurmyndum frá tímabilinu, sem um er fjallað. Hér eru raktir mikilvægir þættir í upphafssögu íslenska höfuðstaðarins og íslenska ríkisins. Bókin er ómissandi öllum, sem láta sig varða íslenska sjálfstæðisbaráttu, verslunar- og málsögu.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.