Nýr forseti Sögufélags

Lóa Steinunn Kristjánsdóttir er nýr forseti Sögfélags.

Lóa er sagnfræðingur og sögukennari og hefur látið til sín taka í félagsmálum tengdum því. Hún var í stjórn og síðar forseti EuroClio, evrópsku sögukennara samtakanna. Í fulltrúaráði Europeana, sem vinnur að því að koma evrópskum menningararfi á stafrænt form og miðla. Þá sat hún lengi í stjórn Félags sögukennara í framhaldsskólum og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sín stéttarfélög. Lóa var áður gjaldkeri Sögufélags.